Ríkis­sátta­semjari hefur boðað til blaða­manna­fundar í Karp­húsinu klukkan 11:00.

Til­efnið er kjara­deila Eflingar og Sam­taka at­vinnu­lífsins. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni út­sendingu hér fyrir neðan.

Efling og SA funduðu síðast í Karp­húsinu á þriðju­dag. Stóð sá fundur yfir í eina mínútu og hefur deilan verið í al­gjörum hnút.