Ríkissáttasemjari hefur boðað til blaðamannafundar í Karphúsinu klukkan 11:00.
Tilefnið er kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Efling og SA funduðu síðast í Karphúsinu á þriðjudag. Stóð sá fundur yfir í eina mínútu og hefur deilan verið í algjörum hnút.