Innlent

Hydro hættir við kaup á álverinu í Straumsvík

Fréttablaðið/Vilhelm

Norski álfram­leiðand­inn Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup á ál­ver­inu í Straums­vík (ISAL) af Rio Tinto. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Hydro

Hydro gerði skuld­bind­andi til­boð um kaup á öllu út­gefnu hluta­fé í ál­ver­inu í febrúar. Tilboðið hljóðaði upp á 354 milljónir Bandaríkjadala og í því fólst auk þess 53 prósenta hlutur Rio Tinto í hol­lensku skaut­verk­smiðjunni Alum­ini­um & Chemie Rotter­dam B.V., og 50 prósenta hlutur í sænsku ál-flú­oríð verk­smiðjunni Aluflu­or AB.

Kaupin voru þó háð ýmsum skilyrðum, eins og til dæmis samþykki samkeppnisyfirvalda. Í tilkynningunni segir að málið sé enn á borði evrópskra samkeppnisyfirvalda og að ferlið hafi tekið lengri tíma en búist var við. Hydro hafi farið fram á að ógildingu kauptilboðsins og Rio Tinto hafi fallist á það.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Auglýsing

Nýjast

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Auglýsing