For­maður Neyt­enda­sam­takanna, Breki Karls­son, segist hafa þó­nokkrar á­hyggjur af skilum jóla­gjafa um og eftir jól því að­eins séu þrír dagar á milli jóla og ný­árs þar sem má búast við hefð­bundnum opnunar­tíma. Sér­stak­lega með til­liti til sótt­varna.

„Við höfum veru­legar á­hyggjur af því að fólk muni hrúgast inn í verslanir þessa daga á milli jóla og ný­árs. Margar búðir eru með skila­frest 31. des og það er bara þrír og hálfur virkur dagur. Þannig við viljum endi­lega hvetja verslanir til að vera með rýmri skila­frest í ár út af far­sóttinni,“ segir Breki.

Hann segir að í venju­legu ár­ferði myndist oft langar raðir við skila­borð í verslunum á milli jóla og ný­árs.

„Maður getur bara í­myndað sér hvernig þetta verður ef ekkert verður að gert og fólk þarf að gæta að tveggja metra reglu og að­eins mega vera tíu inni í verslun,“ segir Breki.

Engin sér­stök á­kvæði eru í lögum um skila­rétt ó­gallaðrar vöru en í verk­lags­reglum um skila­rétt, gjafa­bréf og inn­eignar­nótur frá árinu 2000 segir að í jóla­verslun sé æski­legt að hægt sé að fá „jóla­miða“ eða skipti­miða og miðist hann við að varan sé af­hent þann 24. desember. Seljandinn ætti að spyrja kaupanda hvort hann vilji slíkan miða og að á honum sé prentað hve­nær skila­rétturinn rennur út.

„Sam­kvæmt venju­legum neyt­enda­lögum er enginn skila­réttur á ó­gölluðum vörum nema ef þú kaupir á netinu þá eru það 14 dagar frá því að þú færð vöruna af­henta,“ segir Breki.

Hann segir að flestar verslanir hafi sett sér verk­lag hvað þetta varðar

„Svo fólk treysti sér til að versla af þeim ef ske kynni að það fengi buxur sem ekki pössuðu eða tvær sömu bækurnar. Annars myndi fólk síður versla gjafir fyrir jólin og það myndi ekki henta verslunum,“ segir Breki.

Hann segir að hver verslun setji sínar reglur því engin lög nái utan um þetta.

Ljósmynd/Almannavarnir

Verði að taka tillit til COVID-umhverfis

Rögn­valdur Ólafs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra, segir að ekkert sé um skil jóla­gjafa að finna í leið­beiningum eða til­mælum al­manna­varna en tekur undir á­hyggjur Breka.

„Ég get tekið undir það. Það væri já­kvætt ef verslanir myndu hugsa út í það í þessu CO­VID um­hverfi sem við erum í til að koma í veg fyrir miklar hópa­myndanir hjá fólki á stuttum tíma. Ef ein­hver mögu­leiki er að finna flöt á því væri það gott,“ segir Rögn­valdur.

Mikil aukning hefur verið í netverslun fyrir jólin vegna kórónuveirunnar.

Engin skylda til að taka við vöru eða gefa gjafamiða

Matt­hildur Sveins­dóttir, sér­fræðingur á neyt­enda­réttar­sviði Neyt­enda­stofu, segir að það sé í raun engin laga­leg skylda fyrir verslanir til að taka við ó­gallaðri vöru aftur en í net­verslun sé þó réttur rýmri og sér­stak­lega til­tekinn sem 14 dagar.

Mikil aukning hefur verið í net­verslun fyrir jólin vegna kórónu­veirunnar og mis­jafnt er hvernig verslanir haga því að bjóða upp á skipti- eða gjafa­miða.

„Það hvílir ekki skylda hjá verslunum til að bjóða upp á gjafa­miða en þegar þú pantar á netinu er 14 daga réttur. Frá því þú færð vöruna hefur 14 daga til að til­kynna og eftir að þú skilar aðrir 14 dagar þangað til verslun á að vera búin að endur­greiða þér. Þannig ertu kannski ekki alveg bundinn við þessa þrjá daga sem eru á milli jóla og ný árs,“ segir Matt­hildur.

Hún segir að þegar ekki sé í boði að haka sér­stak­lega við að þú viljir gjafa­miða í verslun sé hægt að skilja eftir at­huga­semd eða jafn­vel sækja gjafa­miða í verslunina.

Matt­hildur vísar eins Breki til verk­lags­regla frá árinu 2000 um skila­rétt, gjafa­bréf og inn­leggs­nótur. Hún segir að það séu til­mæli en ekki reglur en bendir þó á að þar er lagt til að skila­frestur sé til 6. janúar. Þar er einnig tekið fram að ef um er að ræða jóla­gjöf þá eigi að miða við að af­hending hennar fari fram á að­fanga­dag, þann 24. desember.

„Í sumum verslunum hefur tíðkast að út­búa sér­staka fyrir fram prentaða "jóla­miða" fyrir jól sem veita skila­rétt í á­kveðinn daga­fjölda eftir jól t.d. til 6. janúar. Merki­miði vörunnar með strika­merkinu, svo og gjafa­merki, fylgir vörunni og því þarf ekki að sýna kassa­kvittun við skil á vörunni. Þó er ljóst að fólk kaupir jóla­gjafir alla að­ventuna og því þykir ekki ó­eðli­legt að skila­réttur vöru sem merkt er með jóla­gjafa­merki miðist við að varan sé gefin og þar með af­hent 24. desember,“ segir í reglunum.

Spurð hvort þessar reglur haldi sér eða séu úr­eltar segir Matt­hildur þær vel standa enn í dag.

Sævar Már Þórisson hjá Heimkaup.
Fréttablaðið/aðsend

Mis­jafnt verk­lag í verslunum

Sem dæmi um mis­munandi verk­lag í verslunum á netinu má sjá að hjá Heim­kaup þarf engan miða og þar er enginn frestur. Á heima­síðu Lindex er hægt að haka við hversu margar vörur eru gjafir og hjá Pennanum er hægt að óska eftir gjafa­miða. Þá hafa fengist þau skila­boð hjá For­laginu sem ekki hafa gjafa­miða þegar vara er send heim að varan þurfi að vera í sölu­væn­legu á­standi, ekki þurfi að vera gjafa­miði.

Sæ­var Már Þóris­son, markaðs­stjóri hjá Heim­kaupum, segir að þau hafi tekið þá af­stöðu að hafa engan frest og að það þurfi engan miða.

„Fólk skilar bara þegar því hentar og við höfum ekki sett neinar tak­markanir á það fyrir okkar við­skipta­vini. Sér­stak­lega þegar fólk á ekki endi­lega heiman gengt, þá leysum við málin þegar þau koma upp,“ segir Sæ­var Már.