Hundruð starfs­manna banda­ríska tækni­fyrir­tækisins App­le sem meðal annars höfðu það að at­vinnu að hlusta á upp­tökur af tali fólks við sím­þjóninn Siri, hefur verið sagt upp, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Þar kemur fram að fyrir­tækið hafi á­kveðið að hætta með ver­ken­fið í kjöl­far þess að fréttirnar bárust af því að um­ræddir starfs­menn hafi oft fengið að heyra hluti úr einka­lífi fólks, meðal annars við­kvæmar læknis­fræði­legar upp­lýsingar og fólk að stunda kyn­líf.

Kemur fram að App­le hafi ráðið starfs­mennina í gegnum starfs­manna­veitur og þeim hafi verið sagt upp með litlum sem engum fyrir­vara. Þannig hafi 300 starfs­mönnum í Cork í Ír­landi verið sent heim, auk fjölda annarra víðs­vegar um Evrópu.

Einn starfs­mannanna sem vill ekki láta nafn síns getið segir í sam­tali við Guar­dian að starfs­menn hafi stöðugt rætt sín á milli hve laus við sið­ferði um­rædd staða var.

„Ég er svo feginn að þessar upp­lýsingar láku út,“ segir einn sem er enn bundinn þagnar­skyldu sam­kvæmt samning. „Þó ég hafi unnið þessa vinnu og hafi verið að missa vinnunna. Við ræddum sið­ferðið aftur og aftur meðal okkar en vorum ekk viss hvernig við ættum að ræða þetta.“