Sala á birgðum af loðnu­hrognum var meðal þess sem studdi við stöðugar rekstrar­tekjur Vinnslu­stöðvarinnar í Vest­manna­eyjum (VSV) milli ára þrátt fyrir brest á loðnu­ver­tíð,“ segir Sigur­geir Brynjar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri VSV.

Tekjur fyrir­tækisins drógust saman um innan við tvö prósent á árinu og námu um 69 milljónum evra á síðasta ári, þrátt fyrir að engin loðna hefði verið veidd á árinu, saman­borið við tæp­lega 20 þúsund tonna loðnu­afla árið áður. Hagnaður eftir skatta jókst um 28 prósent og var 8,6 milljónir evra.

VSV brást við loðnu­bresti með breyttri birgða­stýringu. Við árs­lok 2019 námu af­urða­birgðir rétt um fimm milljónum evra, saman­borið við tíu milljónir árið áður. Sigur­geir Brynjar segir að loðnu­bresturinn hafi haft þau á­hrif að verð á loðnu­hrognum hafi hækkað mikið á heims­markaði.

Góð birgða­staða VSV á hrognum hafi því komið sér vel. Eitt dóttur­fyrir­tækjanna vinnur loðnu­hrogn fyrir Japans­markað sem notar þau fyrst og fremst í sushi, sem er eftir sem áður afar vin­sæll réttur þar í landi og jafn­vel talinn ó­missandi.

VSV er ekki eina út­gerðar­fyrir­tækið sem náði að hag­nýta sér snar­hækkandi verð á loðnu­hrognum. Greint var frá því í febrúar að Loðnu­vinnslan á Fá­skrúðs­firði hefði selt tölu­vert af loðnu­hrognum frá ver­tíðinni 2018 á síðasta ári. Jókst hagnaður Loðnu­vinnslunnar á Fá­skrúðs­firði hraust­lega á síðasta ári og hljóðaði upp á ríf lega tvo milljarða króna eftir skatta, borið saman við 700 milljóna hagnað á árinu 2018.