Hrönn Sveins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og rekstrar­sviðs Sýnar, hefur á­kveðið að láta af störfum sem fjár­mála­stjóri fyrir­tækisins frá og með 1. júní næst­komandi. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallar

Hrönn hefur starfað hjá Sýn frá árinu 2005 sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og rekstrar­sviðs. Á þeim tíma hefur hún borið á­byrgð á fjár­málum, mann­auðs­málum og mið­lægum rekstri fé­lagsins og meðal annars tekið þátt í að leiða fé­lagið í gegnum miklar breytingar. Má þar nefna skráningu í Kaup­höll og nú ný­verið sam­runa við 365. 

„Hrönn er þakkað fyrir vel unnin störf í þágu fé­lagsins og mikil­vægt fram­lag í gegnum árin,“ segir í til­kynningunni.

Hrönn er fjórði stjórnandinn sem Sýn hefur tilkynnt um að láti af störfum á þessu ári. Fyrir hafa þau Stefán Sigurðs­son, for­stjóri, Ragn­heiður Hauks­dóttir, sem leiddi ein­stak­lings­svið Sýnar, og Björn Víg­lunds­son, sem leiddi Miðla fé­lagsins, gert sam­komu­lag um starfs­lok.