Hreggviður Steinar Magnússon hef­ur verið ráðinn framkvæmdastjóri The Engine, en hann hef­ur frá því í októ­ber 2018 starfað sem leiðtogi stafrænnar markaðssetningar hjá The Engine og Pipar\TBWA.

The Engine er dótturfélag Pipar\TBWA og sérhæfir sig í rekstri stafrænna auglýsinga á Google, Meta, Snapchat, TikTok, LinkedIn og fleiri stafrænum miðlum ásamt annarri tengdri þjónustu.

Fyrirtækið var stofnað árið 2005 af Kristjáni Má Haukssyni, þá undir nafninu Nordic eMarketing. Árið 2014 var nafninu breytt í The Engine og starfsemi einnig hafin í Noregi það ár.

Nýverið opnaði fyrirtækið skrifstofu í Kaupmannahöfn og eru því skrifstofur fyrirtækisins í Reykjavík, Osló og Kaupmannahöfn. Unnið er að frekari landvinningum í Helsinki og Stokkhólmi.

,,Hreggviður hefur leitt stafræna vegferð Pipar\TBWA og The Engine frá árinu 2018 þegar The Engine varð dótturfyrirtæki Pipar\TBWA. Það hefur heppnast mjög vel og hafa tekjur fyrirtækisins á alþjóðlegum vettvangi aukist verulega. Nú er svo komið að tækifæri The Engine á alþjóðlegum markaði krefjast þess að stjórnun fyrirtækisins sé tekin fastari tökum. Ég er þess fullviss að Hreggviður á eftir að gera það vel," segir Guðmundur H. Pálsson framkvæmdastjóri Pipar\TBWA um ráðninguna, en hann hefur einnig gegnt stöðu framkvæmdastjóra The Engine frá árinu 2018.

Það vill svo til að nútíma markaðssetning byggir mikið á tölfræði og gögnum, svo þetta fer hönd í hönd.

The Engine hefur gengið frá samkomulagi við TBWA auglýsingastofukeðjuna um að The Engine verði stafrænn armur allra stofanna á Norðurlöndum. Yfir 300 manns starfa hjá TBWA á Norðurlöndum.

Hreggviður er með tvær meistaragráður frá Háskólanum í Reykjavík, annars vegar í markaðsmálum en hins vegar í fjármálum fyrirtækja.

,,Að fá það tækifæri að leiða þá vegferð sem The Engine er á núna þykir mér virkilega spennandi og er ég þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. The Engine hefur mjög sterkan grunn og með fjölbreyttan hóp starfsfólks víðsvegar að í heiminum. Fótspor okkar er að vaxa á norðurlöndunum með opnun The Engine í Noregi og Danmörku en á döfinni er að opna einnig í Finnlandi. Áhugasvið mitt liggur á þessum tveimur greinum, gagna-drifinni markaðssetningu og fjármálum fyrirtækja. Það vill svo til að nútíma markaðssetning byggir mikið á tölfræði og gögnum, svo þetta fer hönd í hönd," segir