Í gær var skrifað undir samning um sölu og uppsetningu á próteinverksmiðju HPP Soulutions til finnska fyrirtækisins Meitmel. Frá þessu er greint í fréttatikynningu.

HPP Soulutions er sjálfstætt dótturfélag Héðins en próteinverksmiðjan er byggð á íslensku verk- og hugviti og var í þróun hjá Héðni í um tíu ár en fyrsta gerð hennar var gangsett ári 2017 um borð í Sólbergi ÓF-1 frá Ramma hf.

HPP Soulutions varð sjálfstætt félag um síðustu áramót en mismundandi útgáfur af próteinverksmiðjunni hafa verið seldar til ýmissa landa utan Íslands, til skipaútgerða og fyrirtækja í landvinnslu. Að meðtöldum samningnum við Finnana nema útflutningsverðmætin samtals um sjö miljörðum króna.

Stórfrétt í Finnlandi

HPP prótenverksmiðjan sem fer til Finnlands er gerð fyrir landvinnslu. Hún verður reist í bænum Kaskinen, sem er staðsett vestast í landinu og var áður aðalfiskihöfn Finnlands. Bæjarfélagið, það minnsta í landinu, fór illa út úr þegar stórri pappírsverksmiðju var lokað kjölfar fjármálahrunsins og um þriðjungur bæjarbúa varð atvinnulaus á einum bretti.

Verksmiðjan mun koma í húsnæði sem hefur staðið tómt undanfarin ár en verkefnið er að hluta fjármagnað með styrk frá finnska sjávarútvegsráðuneytinu og Evrópusambandinu.

Forsvarsmenn Meitmel eru tveir ungir Finnar, Anders Granfors og Jonathan Hast , annar skipstjórnarmenntaður og hinn yfirvélstjóri. Þetta framtak þeirra hefur vakið mikla athygli í Finnlandi. Það þykir stór frétt að byggja á upp nýja atvinnustarfsemi í Kaskinen og voru allir helstu fjölmiðlar landsins viðstaddir undirritun samningsins, auk fulltrúa frá bæjarfélaginu, finnska sjávarútvegsráðuneytinu og Elín Flygenring sendiherra Íslands í Finnlandi

100 prósent nýting

Styrkleikar HPP próteinverksmiðjunnar liggja í því að hún tekur að minnsta kosti 30 prósent minna pláss, er með 30 prósent færri íhlutum og eyðir 30 prósent minni orku en hefðbundnar fiskimjölsverksmiðjur

HPP verksmiðjur hafa nú verið seldar til Bandaríkjanna, Þýskalands, Færeyja, Englands, Finnlands, Frakklands og Noregs. Hér á landi hafa verið seldar fjórar HPP verksmiðjur. Þar á meðal er ein um borð í fullkomnasta fiskiskipi Norðurslóða, Ilivileq í eigu Brims. Á Neskaupsstað er að rísa 380 tonna HPP verksmiðja sem er smíðuð fyrir Síldarvinnsluna.

Vinnslugeta verksmiðjanna er frá 10 til 400 tonnum á dag, eftir stærð.

Þar sem HPP verksmiðja er um borð í skipum fer ekki sporður af afla í sjóinn heldur er allur fiskur nýttur 100 prósent. Reikna má með að afurðir HPP verksmiðja séu sjö til tíu prósent af því aflaverðmæti sem kemur í land eftir því hvort verksmiðjan ser manneldisvottuð eða ekki. Afurðirnar eru ýmist unnar áfram sem hágæða próteinmjöl í fóður eða lýsi til manneldis.

Verðmætari vara

Jonathan Hast, annar eiganda Meitmel, segir að stærsta ástæðan fyrir því að HPP próteinverksmiðjan var fyrir valin er hversu miklu minna pláss hún tekur en verksmiðjur annarra framleiðenda.

„Þetta var eina verksmiðjan sem passaði inn í húsnæði okkar. Í öðru lagi þá var það geta HPP til að framleiða vörur til manneldis. Það var grundvallaratriði að baki því að fá aðgang að styrkjum fyrir verkefnið. Við viljum fá meiri verðmæti út úr síldinni og bristlingnum. Of stór hluti aflans hefur farið í dýrafóður. Fiskimjöl og olíur til manneldis er mun dýrmætari vara“ segir Jonathan. „Í þriðja lagi hafði það mikil áhrif að HPP verksmiðjan nýtir orkuna vel. Verð á orku er hátt og fer hækkandi. Hver einasta evra skiptir máli í þessum geira og HPP verksmiðjan er besti valkosturinn á markaðnum í þeirri deild.“