Ís­lensk hótel hafna kröfum er­lendra bókunar­síða um endur­greiðslu á gistingu sem keypt var með þeim skil­málum að hún væri ó­endur­greiðan­leg.

Kröfuna byggja bókunar­síðunnar á svo­kölluðu Force majeure á­kvæði í skil­málum. Á­kvæðið lýtur að ó­við­ráðan­legum at­burðum á borð við náttúru­ham­farir.

„Þeir eru að krefjast þess að gisti­staðir á Ís­landi endur­greiði slíkar bókanir,“ segir Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar. Ferða­mála­stofa hafi vakið at­hygli á að ekki séu í gildi ferða­tak­markanir til Ís­lands. „Þess vegna beri gisti­stöðum ekki sam­kvæmt skil­málunum að endur­greiða slíka gistingu þar sem enn er hægt að af­henda hana á Ís­landi.“

Á­greiningurinn er enn ó­leystur. „Hér er um að ræða mis­munandi skilning,“ segir Jóhannes. Sam­tök ferða­þjónustunnar séu sam­mála Ferða­mála­stofu. „Það er hverju fyrir­tæki í sjálfs­vald sett hvaða á­kvörðun er tekin en við bendum á að þetta sé staðan í laga­legu til­liti.“