Innlent

Icelandair festir kaup á Hótel Öldu

Icelandair Hot­els hafa fest kaup á Hótel Öldu á Lauga­vegi, sem mun halda sama nafni. Um er að ræða þrettánda hótel keðjunnar.

Hótel Alda er á Laugavegi. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson

Icelandair hótel hafa gengið frá kaupum á Hótel Öldu við  Laugaveg og verður það rekið áfram undir sama nafni.

Hótel Alda tók til starfa vorið 2014 og á því eru 89 herbergi. Húsnæði hótelsins hefur á undanförnum árum verið algjörlega endurnýjað að innan sem utan. Eftir kaupin á Hótel Öldu mun herbergjafjöldi Icelandair hótela alls telja 1.937 herbergi um land allt, 876 í Reykjavík og 450 herbergi á landsbyggðinni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hótelherbergi í sumar rekstri að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

„Hótel Alda er spennandi viðbót við hótelstarfsemi okkar í höfuðborginni og með auknu umfangi náum við fram enn frekari hagkvæmni í rekstri félagsins. Við höfum mikla trú á Reykjavík sem áfangastað og kaupin eru liður í þeirri stefnu okkar að reka hágæða hótel í frábærri borg. Miðbær Reykjavíkur er lang fjölmennasti ferðamannastaður landsins og við viljum taka þátt í að þróa borgina sem áfangastað og byggja upp gistimöguleika fyrir ferðamenn sem sækjast eftir gæðaupplifun,“ er haft eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóri Icelandair hótela.

Eftir kaupin á Hótel Öldu eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. Önnur hótel félagsins í Reykjavík eru: Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavik | City Centre og Reykjavík Konsúlat hótel. Á landsbyggðinni eru Icelandair hótel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Einnig eru sérleyfishótel á Flúðum, Klaustri, Hamri og í Vík. Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, með tíu hótel um land allt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nýsköpun

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Viðskipti

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Auglýsing

Nýjast

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Minni fólksfjölgun á milli ára

Auglýsing