Innlent

Icelandair festir kaup á Hótel Öldu

Icelandair Hot­els hafa fest kaup á Hótel Öldu á Lauga­vegi, sem mun halda sama nafni. Um er að ræða þrettánda hótel keðjunnar.

Hótel Alda er á Laugavegi. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson

Icelandair hótel hafa gengið frá kaupum á Hótel Öldu við  Laugaveg og verður það rekið áfram undir sama nafni.

Hótel Alda tók til starfa vorið 2014 og á því eru 89 herbergi. Húsnæði hótelsins hefur á undanförnum árum verið algjörlega endurnýjað að innan sem utan. Eftir kaupin á Hótel Öldu mun herbergjafjöldi Icelandair hótela alls telja 1.937 herbergi um land allt, 876 í Reykjavík og 450 herbergi á landsbyggðinni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hótelherbergi í sumar rekstri að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

„Hótel Alda er spennandi viðbót við hótelstarfsemi okkar í höfuðborginni og með auknu umfangi náum við fram enn frekari hagkvæmni í rekstri félagsins. Við höfum mikla trú á Reykjavík sem áfangastað og kaupin eru liður í þeirri stefnu okkar að reka hágæða hótel í frábærri borg. Miðbær Reykjavíkur er lang fjölmennasti ferðamannastaður landsins og við viljum taka þátt í að þróa borgina sem áfangastað og byggja upp gistimöguleika fyrir ferðamenn sem sækjast eftir gæðaupplifun,“ er haft eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóri Icelandair hótela.

Eftir kaupin á Hótel Öldu eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. Önnur hótel félagsins í Reykjavík eru: Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavik | City Centre og Reykjavík Konsúlat hótel. Á landsbyggðinni eru Icelandair hótel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Einnig eru sérleyfishótel á Flúðum, Klaustri, Hamri og í Vík. Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, með tíu hótel um land allt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing