Markaðurinn

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

VR blöskrar framferði Almenna leigufélagsins gagnvart leigjendum og svarar Kviku banka í sömu mynt.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Fréttablaðið/Stefán

VR hefur hótað að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku, 4,2 milljarða, ef ekki verður innan fjögurra daga brugðist við meintum hótunum Almenna leigufélagsins gagnvart leigjendum. Þetta kemur fram í frétt á vef VR. Gamma, sem stýrir Almenna leigufélaginu, er í eigu Kviku banka.

Þetta kemur fram á frétt á vef VR. Þar segir að VR hafi borist gögn með samskiptum Almenna leigufélagsins við nokkra leigjendur sína, þar sem enn á ný sé krafist tugþúsunda hækkunar leigu, án fyrirvara og nokkurra raka. Leigjendum sé gert að samþykkja hækkunina „ellegar vera hent á götuna án húsaskjóls.“ Umhugsunarfrestur sem leigjendum er gefinn til að samþykkja eða hafna tilboðinu sé einungis fjórir dagar. „Ljóst er að tugþúsunda hækkun á leigu gerir væntar hækkanir sem VR er nú að semja um við Samtök atvinnulífsins að engu.“

VR talar enga tæputungu um aðgerðirnar. „Það er varla hægt að lýsa þessu með öðrum orðum en sem grimmd, taumlausri græðgi og mannvonsku.“ VR segist ekki vilja láta bendla sig við aðila sem beiti þessum meðulum. Kvika hafi því fjóra daga - sama frest og leigjendrnir - til að bregðast við. Ellegar verði 4,2 milljarðar teknir úr eignastýringu bankans.

VR birtir dæmi um póst frá Almenna leigufélaginu:

„Góðan dag,
Nú líður að lokum leigusamnings þíns um íbúðarhúsnæði við xxxxxx nr. xx, 108 - Reykjavík og langar okkur því að bjóða þér að endurnýja hann. Samningurinn rennur út þann 31.03.2019. Við getum boðið þér tveggja ára leigusamning á kr. xxx.xxx,- á mánuði. Vinsamlegast staðfestu endurnýjun fyrir þriðjudaginn 5. febrúar með því að svara þessum pósti. Við biðjum þig jafnframt um að láta okkur vita viljir þú ekki endurnýja samninginn.

Endilega vertu í sambandi við okkur sem fyrst með hvað þú hyggst gera.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Már: Ég bjóst síður við þessu

Innlent

Félag um vindmyllur í Þykkvabæ gjaldþrota

Innlent

Töluverð verðlækkun á fasteignamarkaði

Auglýsing

Nýjast

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Komnir í viðræður við fjárfesta og álrisa

Lægra verð­mat á Eim­skip endur­speglar ó­vissu

Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka

Auglýsing