Sjóðastýringarfyrirtækið Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, vinnur nú að því að koma á fót nýjum framtakssjóði, Horn VI. Fjármögnun sjóðsins, sem mun fjárfesta í óskráðum íslenskum fyrirtækjum, er langt á veg komin og er áætlað að hann verði um 15 milljarðar króna að stærð, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Hluthafar sjóðsins munu samanstanda meðal annars af helstu lífeyrissjóðum landsins og ýmsum fagfjárfestum. Síðasti framtakssjóðurinn sem Landsbréf stofnaði undir heitinu Horn var árið 2016 – Horn III – og var sá sjóður tólf milljarðar króna að stærð. Fjárfestingatímabili hans lauk árið 2019 en á meðal fjárfestinga sjóðsins voru Ölgerðin, Lífland, Hópbílar og bílaleigan Hertz.

Þeir sem stýra Horn framtakssjóðunum hjá Landsbréfum, sem var með samtals 210 milljarða króna í stýringu í árslok 2020, eru Hermann M. Þórisson og Steinar Helgason.