Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hættir sem ritstjóri blaðsins.

„Ég sagði upp við síðustu mánaðarmót og það skýrist á næstu vikum hver næstu skref eru,“ segir Hörður Ægisson sem hefur verið ritstjóri Markaðarins frá því árið 2017.

Hann á von á því að hætta sem ritstjóri í næsta mánuði.

Hörður er með MA í hagfræði og alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins School of Advanced International Studies í Washington DC. Hann var áður viðskiptaritstjóri DV og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu.

Einnig hættir blaðamaðurinn og hagfræðingurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson en hann hefur starfað á miðlinum síðustu ár.

Hörður og Þorsteinn sögðu báðir upp starfi sínu saman.