Hóp­ur hlut­haf­a í Fest­i hef­ur tal­að um það sín á mill­i að óska eft­ir hlut­haf­a­fund­i í fé­lag­in­u vegn­a ó­á­nægj­u inn­an stjórn­ar að víkj­a Eggert Þór Krist­óf­ers­syn­i úr starf­i for­stjór­a fé­lags­ins. Alls þarf um tíu prós­ent eig­end­a að óska eft­ir hlut­haf­a­fund­i svo að hægt sé að knýj­a hann fram.

Frá þess­u er greint á vef mbl.is en þett­a er haft eft­ir heim­ild­ar­mönn­um mið­ils­ins en í frétt þeirr­a kem­ur fram að þau hafi rætt við hóp hlut­haf­a sem hafa furð­að sig á á­kvörð­un­inn­i.

Greint var frá því í til­kynn­ing­u frá fé­lag­in­u í síð­ust­u viku að hann hefð­i sagt upp, að sam­kom­u­lag hefð­i ver­ið gert um starfs­lok hans og að Eggert hafi þótt æsk­i­legt að nýr leið­tog­i tæki við.

Í frétt mbl.is seg­ir að hlut­höf­um hafi þótt þess­i til­kynn­ing vill­and­i og að hún hafi sent röng skil­a­boð og að auk þess hafi ekki ver­ið ein­ing um þett­a inn­an stjórn­ar­inn­ar. Auk þess greind­i mið­illinn frá því í gær að pirr­ing­ur væri með­al hlut­haf­a vegn­a þess að á­kvörð­un­in hefð­i ekki ver­ið næg­i­leg­a út­skýrð fyr­ir þeim.

Eggert hóf störf hjá Fest­i, sem þá var N1, í júní 2011 sem fjár­mál­a­stjór­i eft­ir nauð­a­samn­ing sem var gert maí það ár. Fé­lag­ið var skráð í kaup­höll í lok árs 2013. Fé­lag­ið keypt­i svo gaml­a fest­i árið 2018 sem inn­i­hélt ELKO, Krón­un­a, Fest­i fast­eign­ir og Bakk­ann vör­u­hót­el.