Hagnaður Hofgarða, félags í eigu Helga Magnússonar, nam 420 milljónum króna árið 2020. Hofgarðar eru hluthafi í Torgi sem gefur út Fréttablaðið. Helgi er formaður stjórnar Torgs.

Hofgarðar hafa fjárfest í skráðum og óskráðum verðbréfum hér á landi og erlendis. Afkoman af þessum viðskiptum hefur verið sveiflukennd. Árið 2018 nam hagnaður félagsins 180 milljónum króna, hagnaður var rúmar 900 milljónir árið 2019 og 420 milljónir króna í fyrra. Bókfærð eiginfjárstaða félagsins var um þrír milljarðar króna í árslok 2020.