Innlent

Högnuðust um 2,7 milljarða

Ætla í Kauphöll Íslands.

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Fréttablaðið/GVA

Fasteignafélagið Heimavellir hagnaðist um 2,7 milljarða króna á síðasta ári, borið saman við 2,3 milljarða árið áður. Leigutekjur námu 3.096 milljónum króna og ríflega tvöfölduðust frá fyrra ári. Félagið stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands um mánaðamótin mars/apríl.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimavöllum. Þar segir að eigið fé í árslok 2017 hafi verið 17.587 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins 31,4 prósent. Vaxtaberandi skuldir námu 34.938 milljónum króna í lok síðasta árs. 

Þá tók félagið 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu og voru íbúðir þess þá orðnar um tvö þúsund í árslok. Félagið hefur tryggt sér kaup á 340 íbúðum sem koma í rekstur á þessu og næsta ári. 

„Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, í tilkynningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing