Fata­keðjan H&M hefur sagt tvö þúsund starfs­mönnum fyrir­tækisins upp störfum í Noregi. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nærings­liv í Noregi sem Reuters vitnar meðal annars til. Í fréttinni segir að um tíma­bundnar upp­sagnir sé að ræða.

Upp­sagnirnar taka bæði til starfs­manna í verslunum og á skrif­stofum fyrir­tækisins. Starfs­menn fyrir­tækisins í Noregi eru 3.223 talsins.

Í frétt Dagens Nærings­liv er haft eftir Mo­ritz Garlich, yfir­manni H&M í Noregi og á Ís­landi, að fyrir­tækið hafi ekki átt annarra kosta völ í ljósi stöðu mála í heiminum. Vísar hann til CO­VID-19 far­aldursins sem haft hefur mikil á­hrif um allan heim.

Honum þykir leitt að grípa hafi þurft til upp­sagna en segir vonir standa til að fólki verði boðin aftur vinna þegar dag­legt líf kemst í eðli­legt horf aftur.

Ekki stendur til að loka verslunum.


Í fyrri útgáfu af þessari frétt kom fram að starfsmönnum H&M á Íslandi yrði einnig sagt upp. Samkvæmt upplýsingum frá H&M eiga uppsagnirnar bara við Noreg.