H&M á Íslandi hagnaðist um 105 milljónir króna á síðasta ári en það var fyrsta heila rekstrarsár fyrirtækisins frá því að það hóf starfsemi hér á landi árið 2017.

Sænska verslanakeðjan seldi vörur fyrir tæplega 2,4 milljarða króna á árinu en rekstrarkostnaður nam 2.258 milljónum króna. Fjöldi ársverka á árinu nam 74 á rekstrarárinu.

Eignir H&M námu 1,1 milljarði króna í lok árs 2018 og eigið féð 128 milljónum króna. Keðjan rekur þrjár verslanir hér á landi; Í Kringlunni, Smáralind og á Hafnartorgi.

Þá var nýlega greint frá því að H&M myndi opna verslun á Gler­ár­torgi á Ak­ur­eyri haustið 2020. Versl­un­in á Gler­ár­torgi verður því sú fyrsta sem verður staðsett utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.