Björg­ólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, segir hlut­verk sitt og stjórn­enda fé­lagsins, felast í því að tryggja að fé­lagið geti haldið á­fram starf­semi. Björg­ólfur var til við­tals í Morgunút­varpinu á Rás 2 í morgun.

Björg­ólfur tók við sem for­stjóri Sam­herja á fimmtu­daginn síðast­liðinn, í kjöl­far þess að Þor­steinn Már Bald­vins­son tók á­kvörðun um að stíga tíma­bundið til hliðar þar til helstu niður­stöður yfir­standandi innri rann­sóknar á ætluðum brotum dóttur­fé­lags Sam­herja í Namibíu liggja fyrir.

Í morgun segir Björg­ólfur að rann­sókn norskrar lög­fræði­stofu á meintum mútu­greiðslum og spillingu innan fé­lagsins í Namibíu séu í fullum gangi. Hann segist vilja trúa því að fyrir­tækið lifi málið af.

„Eitt af þeim hlut­verkum sem ég horfi til sem starfandi for­stjóri fé­lagsins er að tryggja að starf­semin gangi. Það er alveg ljóst að svona mál geta, og hafa auð­vitað á­hrif, það geta verið við­skipta­vinir fé­lagsins víða sem þetta getur haft á­hrif á. En það er auð­vitað mitt hlut­verk og stjórn­enda að tryggja það að fé­lagið geti haldið á­fram starf­semi.“

Hann segir það ekki liggja fyrir hve­nær niður­stöður liggja fyrir í um­ræddri rann­sókn. Engin tíma­mörk séu til staðar en nauð­syn­legt sé að koma öllum gögnum og upp­lýsingum á fram­færi sem fyrst. Hann segir stjórn fé­lagsins taka þessu al­var­lega.

Spurður út í um­mæli Þor­steins Már Bald­vins­sonar um að frétta­skýringar­þátturinn Kveikur væri árás á starfs­fólk Sam­herja segist Björg­ólfur ekki ætla að svara fyrir þau. Hins vegar væri ljóst að málið varpar skugga á sjávar­út­veg landsins. „Menn eiga að horfa á þetta mál af al­vöru, menn eiga að taka þetta af auð­mýkt. Menn eiga að taka þátt í um­ræðu um það hvernig menn vilja þróa svona og þetta mál kennir okkur það kannski að við þurfum bara að takast á við þetta og reyna að komast að niður­stöðu þannig að sem mest sátt ríki um.“

Þá segir Björg­ólfur jafn­framt að honum hafi fundist að sér myndi líða betur með að taka stöðuna að sér, þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi gert það. Hann hafi fengið hringingu seint á mið­viku­dags­kvöld.

„Ég fann auð­vitað þungan í þessu sam­tali og mér fannst að mér liði bara betur að taka þetta að mér, þetta er stórt fyrir­tæki og ég þekki marga starfs­menn og mér þykir vænt um fé­lagið.“