Markaðurinn

Hlutur Sjóvár í Ölgerðinni færður niður um 120 milljónir

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Valgarður Gíslason

Eignarhlutur Sjóvár í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni var færður niður um 120 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins eftir að gert var nýtt verðmat á hlutnum en tryggingafélagið keypti 500 milljóna króna hlut í drykkjarframleiðandanum í fyrra.

Niðurfærslan skýrir 3,7 prósenta neikvæða ávöxtun Sjóvár af óskráðum hlutabréfum á fyrstu þremur mánuðum ársins en til samanburðar var ávöxtun á eignasafni félagsins jákvæð um tvö prósent.

Sjóvá tók þátt í kaupum fjárfesta á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni í apríl á síðasta ári. Framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar, í stýringu Íslandssjóða, og Horn III, í stýringu Landsbréfa, fóru fyrir kaupendahópnum en kaupverðið nam um fimm milljörðum króna þegar ekki er tekið tillit til skulda og handbærs fjár Ölgerðarinnar.

Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, eiga saman 31 prósents hlut í félaginu í gegnum OA eignarhaldsfélag ehf.

Enn sem fyrr var 5,7 milljarða króna eign Sjóvár í skuldabréfaflokknum LAND 05, útgefnum af Landsvirkjun, stærsta einstaka fjárfestingareign tryggingafélagsins í lok fyrsta ársfjórðungs. 2,7 milljarða króna hlutur tryggingafélagsins í Marel er næststærsta eign þess.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Erlent

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Innlent

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Vofa góðra stjórnarhátta

Auglýsing