Beð­ið verð­ur með ákvörðun dagsetningar að­al­með­ferðar í máli mál­sókn­ar­fé­lag­a hlut­haf­a Lands­bank­a Ís­lands I til III gegn Björg­ólf­i Thor Björg­ólfs­syn­i þar til nið­ur­stað­a Lands­rétt­ar ligg­ur fyr­ir í sam­bær­i­leg­u máli. Fyr­ir­tak­a fór fram í Hér­aðs­dóm­i Reykj­a­vík­ur í morg­un. 

Hóp­mál­sókn hlut­haf­ann­a var vís­að frá í hér­aðs­dóm­i árið 2016 en þeirr­i á­kvörð­un var á­frýj­að til Hæst­a­rétt­ar. Þar komst Hæst­i­rétt­ur að þeirr­i nið­ur­stöð­u að hags­mun­ir hlut­haf­ann­a væru ó­lík­ir og var fé­lag­in­u í kjöl­far­ið skipt nið­ur í þrjú mis­mun­and­i.

Er nú aft­­ur lát­­ið reyn­­a á mál­­sókn gegn Björg­­ólf­­i þar sem far­­ið er fram á við­­ur­­kenn­­ing­­u á bót­­a­­skyld­­u vegn­­a gjald­­þrots bank­­ans í hrun­­in­­u. Í frétt mbl.is frá 2016 seg­ir að á þriðj­­a hundr­­að ein­st­ak­l­ing­­a og fyr­­ir­­tækj­­a séu á bak við mál­­sókn­­in­­a. Árni Harð­ar­son, stjórn­ar­mað­ur og að­stoð­ar­for­stjór­i Al­vog­en, á rúm sex­tí­u prós­ent þeirr­a hlut­a­bréf­a sem stand­a mál­sókn­inn­i að baki.

Jóh­ann­es Bjarn­i Björns­son, lög­mað­ur mál­sókn­ar­fé­lag­ann­a, seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið að beð­ið hafi ver­ið með á­kvörð­un dag­setn­ing­ar að­al­með­ferð­ar þar til nið­ur­stað­a ligg­ur fyr­ir í sam­bær­i­leg­um mál­sókn­um Vog­un­ar hf. og Fisk­veið­i­hlut­a­fé­lags­ins Ven­us­ar hf. á hend­ur Björg­ólf­i Thor. 

Hér­aðs­dóm­ur sýkn­að­i Björg­ólf í báð­um mál­um í apr­íl fyrr á ár­in­u en nið­ur­stað­a dóms­ins var á þá leið að mál­in væru fyrnd. Vog­un krafð­ist 366 millj­ón­a krón­a og Ven­us 238 millj­ón­a. Bæði fé­lög á­frýj­uð­u til Lands­rétt­ar þar sem mál­in verð­a tek­in fyr­ir í vet­ur.