Markaðshlutdeild Fossa markaða í miðlun hlutabréfa á Aðallista Kauphallar var 42 prósent í mars, hlutdeild Arion banka var 14 prósent, hlutdeild Íslandsbanka var 13 prósent, hlutdeild Íslenskra fjárfesta var 11 prósent, hlutdeild Kviku banka var 9 prósent. Hlutdeild Landsbankans og Arctica Finance var 6 prósent. Hlutdeild Íslenskra verðbréf var 1 prósent.

Taconic seldi sitt í Arion

Fossar markaðir höfðu meðal annars milligöngu um sölu á 9,6 prósent hlut bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital í Arion banka í mars fyrir um 20 milljarða króna, eins og fram hefur komið í Markaðnum.

Sjóðurinn hóf að losa um hlut sinn í bankanum í lok janúar þegar hann gekk frá sölu á tæplega sjö prósenta hlut með tilboðsfyrirkomulagi fyrir samtals 11,4 milljarða. Frá þeim tíma hélt sjóðurinn áfram að minnka stöðugt við hlut sinn.

Veltan með hlutabréf var 183 milljarðar króna í mars en var 178 milljarðar í febrúar, samkvæmt gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum.

Þegar litið er til hlutdeildar í hlutabréfaviðskiptum á Aðallista á fyrstu þremur mánuðum ársins voru Fossar markaðir með 33 prósent, Arion banki með 17 prósent, Íslandsbanki með 16 prósent, Kvika banki með 11 prósent, Íslenskir fjárfestar með 10 prósent, Landsbankinn með 7 prósent, Arctica Finance með 5 prósent og Íslensk verðbréf með 1 prósent.

Fossar seldu einnig fyrir Sculptor í Arion

Fossa markaðir höfðu einnig milligöngu um sölu á hlut bandaríska vogunarsjóðsins Sculptor Capital Managemen í Arion banka.

Sjóðurinn, sem áður hét Och-Ziff Capital, var í desember í fyrra annar stærsti hluthafi bankans með tæplega 10 prósenta hlut en um miðjan febrúar síðastliðinn var hann búinn að losa um öll bréf sín í bankanum.

Þegar litið er til skuldabréfamiðlunar var Landsbankinn með 16,7 prósent hlutdeild í mars, Kvika banki með 16,6 prósent, Fossa markaðir með 15,2 prósent, Íslandsbanki með 13,2 prósent, Arion banki með 12,8 prósent, Íslenskir fjárfestir með 10,7 prósent, Arctica Finance með 4,6 prósent, Íslensk verðbréf með 1,4 prósent. Samkvæmt gögnunum var hlutdeild Endurlána ríkissjóðs 6,8 prósent og Seðlabankans 1,9 prósent.

Velta með skuldabréf var 183 milljarðar króna í mars en hún nam 241 milljarði króna í febrúar.

Litið til fyrstu þriggja mánaða ársins var hlutdeild Arion banka í skuldabréfamiðlun 17,8 prósent, hlutdeild Íslandsbanka 17,5 prósent, Kvika banki var með 16,5 prósent, Fossar markaðir voru með 15,5 prósent, Íslenskir fjárfestar með 11 prósent, Arctica Finance með 2,3 prósent og Íslensk verðbréf með 1,2 prósent. Hlutdeild Endurlána ríkissjóðs var 1,9 prósent og Seðlabankans 0,8 prósent.