Hlut­a­bréf í Öl­gerð­inn­i Egill Skall­a­gríms­son voru tek­in til við­skipt­a á að­al­mark­að­i Nas­daq á Ís­land­i í morg­un. Fram kem­ur í til­kynn­ing­u að Andri Þór Guð­munds­son, for­stjór­i Öl­gerð­ar­inn­ar hafi hringt fyrst­u við­skipt­in inn með bjöll­u sem hef­ur mikl­a sögu inn­an fyr­ir­tæk­is­ins en bjall­an var áður not­uð til að hringj­a starfs­menn til mat­ar- og kaff­i­tím­a þeg­ar Öl­gerð­in var með starf­sem­i á Rauð­ar­ár­stíg.

„Þett­a er stórt skref fyr­ir Öl­gerð­in­a og ég er ekki viss um að Tóm­as Tóm­as­son, stofn­and­i Öl­gerð­ar­inn­ar, hafi get­að í­mynd­að sér að bjall­a sem hringd­i inn mat­ar­tím­a fyr­ir starfs­fólk­ið, yrði öll­um þess­um ár­a­tug­um síð­ar not­uð til að hringj­a inn nýja tíma fyr­ir fyr­ir­tæk­ið,“ seg­ir Andri Þór Guð­munds­son, for­stjór­i Öl­gerð­ar­inn­ar, í til­kynn­ing­unn­i.

Þar kem­ur einn­ig fram að for­stjór­i Kaup­hall­ar­inn­ar Magn­ús Harð­ar­son hafi við þess­i tím­a­mót boð­ið Öl­gerð­in­a vel­komn­a á mark­að og að skömm­u síð­ar hafi fyrst­u við­skipt­in far­ið fram.

„Tæp­leg­a 7.000 nýir hlut­haf­ar bætt­ust í hóp eig­end­a Öl­gerð­ar­inn­ar áður en form­leg við­skipt­i í Kaup­höll­inn­i hóf­ust, og að auki feng­u all­ir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hlut­a­bréf að gjöf, svo Öl­gerð­in kem­ur öfl­ug inn á mark­að­inn. Sá á­hug­i sem við höf­um upp­lif­að er okk­ur mik­il hvatn­ing til að gera enn bet­ur og hald­a á­fram að vera leið­and­i á mark­aðn­um hvað varð­ar úr­val, gæði og þjón­ust­u,“ seg­ir Andri Þór.

Rúm­leg­a fjór­föld eft­ir­spurn var eft­ir hlut­a­bréf­um í fyr­ir­tæk­in­u í hlut­a­fjár­út­boð­i fyr­ir­tæk­is­ins, sem var und­an­far­i op­inn­a við­skipt­a með bréf í fyr­ir­tæk­in­u í Kaup­höll­inn­i.