Úrvalsvísitalan OMXI8 hefur lækkað um 0,5 prósentur við hádegi jafnvel þótt að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í dag.
Arion banki er eina félagið sem hefur hækkað. Hækkunin nemur 0,5 prósentum en tilkynnt var eftir lok markaðar í gær að Benedikt Gíslason, stjórnarmaður í bankanum, hafi verið ráðinn bankastjóri.
Athygli vekur að Kvika banki leiðir lækkunina það sem af er degi en Benedikt var á tímabili framkvæmdastjóri hjá MP banka, eins af forverum Kviku.
Kvika banki hefur lækkað um 3,25 prósent, Icelandair Group hefur lækkað um 1,8 prósent og TM um 1,6 prósent.