Erlent

Hlutabréf í Pandóru falla eftir afkomuviðvörun

Fjárfestar brugðust í morgun harkalega við afkomuviðvörun sem stjórnendur danska skartgripasalans Pandóru sendu frá sér í gærkvöldi. Hlutabréfin féllu um allt að 20 prósent í verði.

Hlutabréf í danska skartgripaframleiðandanum hafa fallið um 50 prósent í verði á árinu. Fréttablaðið/Getty

Hlutabréf í dönsku skartgripakeðjunni Pandóru hríðféllu um allt að 20 prósent í verði í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að stjórnendur keðjunnar lækkuðu afkomuspá sína fyrir árið.

Stjórnendur Pandóru búast nú við því að tekjur skartgripakeðjunnar aukist um 4 til 7 prósent í ár en áður höfðu þeir gert ráð fyrir 7 til 10 prósenta tekjuvexti.

Þá spá þeir því að EBITDA félagsins - afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - verði um 32 prósent af heildartekjum ársins en áður höfðu þeir gert ráð fyrir að hlutfallið yrði 35 prósent.

Fjárfestar brugðust harkalega við afkomuviðvöruninni, sem forsvarsmenn Pandóru sendu frá sér í gærkvöldi, en til marks um það lækkaði gengi hlutabréfa í keðjunni um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréfin hafa fallið um 50 prósent í verði á árinu, að því er segir í frétt Financial Times

Forsvarsmenn Pandóru greindu auk þess frá því í afkomuviðvöruninni að starfsmönnum keðjunnar yrði fækkað um 397 á næstunni en alls starfa um 27 þúsund manns hjá keðjunni. Markmið aðgerðanna væri að „straumlínulaga“ reksturinn og auka arðsemi félagsins. Engu að síður greindu forsvarsmennirnir frá því að 250 nýjar verslanir yrðu opnaðar í ár en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir að þær yrðu í mesta lagi 200 talsins.

Sala skartgripakeðjunnar jókst um 4 prósent á öðrum fjórðungi ársins og nam um 647 milljónum evra sem jafngildir um 79,9 milljörðum króna. EBITDA-hlutfallið var 31,1 prósent á fjórðungnum borið saman við 33,4 prósent á sama tímabili í fyrra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Erlent

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Erlent

Deutsche Bank greiðir hæstu vextina

Auglýsing

Nýjast

Lúxus­í­búðir seljast hægt: Getum ekki lækkað meira

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Auglýsing