Erlent

Hlutabréf í Asos falla um 11 prósent

Asos er ein vinsælasta netverslun Bretlands en hún nýtur einnig mikilla vinsælda á Íslandi. Fréttablaðið/EPA

Hlutabréf í Asos lækkuðu um meira en tíu prósent í verði eftir að breska netverslunin sagði að söluvöxtur ársins yrði líklega við neðri mörk spár stjórnenda verslunarinnar.

Stjórnendur Asos hafa spáð 25 til 30 prósenta söluvexti í ár en til samanburðar jókst salan um 22 prósent í mars, apríl, maí og júní. Nam hún alls 823,9 milljónum punda, sem jafngildir um 117 milljörðum króna, á þessum fjóru mánuðum.

Í tilkynningu frá netversluninni, sem selur meðal annars fatnað, fylgihluti og skó, kemur fram að sala hafi farið vel af stað á yfirstandandi sölutímabili og verði að öðru óbreyttu í takt við áætlanir félagsins. Hins vegar sé útlit fyrir að salan fyrir árið í heild verði í neðri mörkum spár stjórnendanna.

Í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa í Asos um 11 prósent en það hefur hækkað um 13 prósent á undanförnum tólf mánuðum.

Vöxtur Asos hefur verið ör á síðustu árum en hefðbundnir smásalar hafa þurft að hafa sig alla við til þess að bregðast við vaxandi umsvifum netverslana og breyttri hegðun neytenda.

Greinendur búast við því að breska netverslunin skili hagnaði upp á 101 milljón punda, sem jafngildir 14,3 milljörðum króna, á árinu en til samanburðar nam hagnaður verslunarinnar 80 milljónum punda í fyrra.

Sofie Willmott, greinandi hjá GlobalData, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það verði „krefjandi verkefni“ fyrir Asos að viðhalda svo miklum vexti og raun ber vitni. Félagið verði að halda áfram að brydda upp á nýjungum til þess að halda forystuhlutverki sínu á markaðinum fyrir fatnað á netinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Deutsche Bank greiðir hæstu vextina

Erlent

Euronext hækkar til­boð sitt í kaup­höllina í Osló

Erlent

Debenhams fær kærkomna innspýtingu

Auglýsing

Nýjast

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Auglýsing