Hótelið Hlemmur Square hefur skellt í lás. Hótelið var opnað árið 2013 en þar var rekið, hótel, gistiheimili, veitingastaður og bar.

Hóteleigandinn, Klaus Ortlieb tilkynnti þetta á Facebook í gær en hótelinu var lokað frá og með gærdeginum.

Hann segist vera vonsvikinn og sorgmæddur að þurfa að loka, því miður hafi hann ekki verið und­an­skil­inn áhrif­um kór­ónu­veirunn­ar.

Hótelstjórinn, Klaus Ortlieb.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari


Klaus rak Hlemmur Square um árabil, en reynsla hans af rekstri hótela víða um heim er hins vegar talin í áratugum. Í viðtali við Fréttablaðið í sumar sagði hann að ástandið vegna faraldursins væri ólíkt öllu sem hann hefði upplifað.

„Þetta COVID er það versta sem dunið hefur á okkur á heimsvísu og þótt Íslendingar hafi staðið sig frábærlega við að hafa hemil á COVID, þá verð ég að segja að nokkuð skorti upp á stuðning við fyrirtækin."

Hann ákvað að hafa hótelið opið allan tímann á meðan að ástandinu stóð en nú væri komið að endapunkti.

Hann þakkar viðskiptavinum Hlemmur Square fyrir viðskiptin í gegnum árin og óskar þeim alls hins besta á þessum erfiðu tímum.

Dear friends: Seven years ago we set out to create something unique in Reykjavík, Iceland. A hotel, hostel, restaurant...

Posted by Hlemmur Square on Sunday, 15 November 2020