Innlent

Hjördís dregur framboðið til baka

Í kjölfarið verður skjálfkjörið í stjórn Regins. Heiðrún Emilía Jónsdóttir kemur ný inn.

Reginn er skráð í Kauphöll Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir hefur dregið framboð sitt í stjórn Regins til baka. Hún býður sig áfram fram í varastjórn fasteignafélagsins. Hún hefur verið í varastjórn frá 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í kjölfarið verður skjálfkjörið í stjórn Regins. Heiðrún Emilía Jónsdóttir, stjórnarmaður Icelandair Group og Íslandsbanka, kemur ný inn í stjórnina. Hún er sjálfstætt starfandi lögmaður. 

Ólöf Hildur Pálsdóttir hverfur úr stjórninni en hún bauð ekki fram krafta sína á nýjan leik.

Aðrir í stjórn Regins eru Tómas Kristjánsson formaður, Albert Þór Jónsson varaformaður, Bryndís Hrafnkelsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir.

Einsýnt var þeir karlmenn sem buðu sig fram í stjórn væru sjálfkjörnir vegna laga um kynjakvóta. Um er að ræða fimm manna stjórn en tveir karlmenn voru í framboði og fjórar konur.

Í framboði til varastjórnar eru Finnur Reyr Stefánsson, viðskiptafélagi Tómasar og eins og fyrr segir, Hjördís Dröfn.

Tómas og Finnur Reyr eiga Siglu sem á 5,5 prósenta hlut í Reginn. Þeir eru einu stjórnarmenn félagsins sem eiga umtalsverðan hlut í Reginn. Albert á 0,008 prósenta hlut í fasteignafélaginu, aðrir eiga ekkert.

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bætti við sig í Marel fyrir 550 milljónir

Innlent

Gert að greiða slita­búi Lands­bankans 30 milljónir evra

Innlent

Tanya Zharov kemur ný inn í stjórn Sýnar

Auglýsing

Nýjast

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Fjárfestar setja skilyrði um #MeToo ákvæði

4,4 milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

„Berja bumbur með slagorðum úr kommúnískri fortíð“

Segir skilninginn ríkari hjá norskum stjórn­mála­mönnum

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Auglýsing