Íslenskir hestar munu í sumar svara tölvupóstum ferðamanna á meðan þau eru í fríi á Íslandi. Þjónustan er í boði sem hluti af nýrri herferð á vegum Íslandsstofu sem miðar að því að gera upp­lifun ferða­manna sem besta með því að minnka á­reiti af vinnunni í fríinu.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að þjónustan eigi að draga úr á­reiti frá vinnunni og gefa færi á að njóta meira næðis í sumar­fríinu. Þjónustan nefnist Út­hestaðu póstinum þínum (e. Out­hor­se your ema­il), og snýst um að bjóða fólki að út­vista svörun tölvu­pósta til ís­lenskra hesta.

Í aug­lýsingu, sem fylgir her­ferðinni og má sjá hér að neðan, má sjá ís­lensku hestana Hrímni frá Hvammi, Heklu frá Þor­kels­hóli og Litlu Stjörnu frá Hvít­ár­hóli hesta gera ein­mitt það á mjög stóru lykla­borði. Lykla­borðið er það fyrsta sinnar tegundar sem er sér­smíðað fyrir hesta og með aðstoð þess hafa hestarnir skrifað svör sem ferða­menn geta nýtt sér fyrir sjálf­virka svörun tölvu­pósta meðan á fríinu stendur til að undir­strika enn frekar að það er í fríi.

55 prósent opna póstinn einu sinni á dag

Í til­kynningu frá Ís­lands­stofu kemur fram að í al­þjóð­legri könnun sem þau létu fram­kvæma hafi komið fram að 55 prósent skoða vinnu­póstinn einu sinni á dag, eða jafn­vel oftar, á meðan þau eru í fríi. Alls sögðu 60 prósent að þeim liði eins og yfir­menn, sam­starfs­menn og við­skipta­vinir ætluðust til þess að fá svar frá þeim meðan á fríi stæði, og einungis 44 prósent sögðust koma út­hvíld til vinnu eftir frí.

Í nýrri her­ferð fyrir á­fanga­staðinn Ís­land er reynt að stemma stigu við þessari þróun og endur­heimta sumar­fríið sem raun­veru­legan griða­tíma frá vinnu. Með að­stoð risa­vaxins lykla­borðs sem var sér­smíðað fyrir hófa hafa ís­lenskir hestar skrifað svör sem ferða­menn geta nýtt sér fyrir sjálf­virka svörun tölvu­pósta meðan á fríinu stendur til að undir­strika enn frekar að það er í fríi.

Hestarnir hafa ólíka tækni við að skrifa sína tölvupósta eins og má sjá hér á lýsingunni.
Skjáskot/Íslandsstofa

„Við þekkjum öll hvernig heima­vinna á Co­vid-tímum hefur af­máð skýr skil á milli einka­lífsins og vinnunnar. Við sjáum líka í könnunum að fólk þráir að fara í frí þar sem það getur komist í raun­veru­lega pásu,“ segir Sig­ríður Dögg Guð­munds­dóttir, fag­stjóri ferða­þjónustu hjá Ís­lands­stofu.

„Við viljum vekja at­hygli á því að fólk á rétt á að vera í fríi í fríinu sínu, og jafn­framt koma á fram­færi sterkum skila­boðum um hvað Ís­land er ein­stakur á­fanga­staður með því að tala beint til þessa stóra hóps ferða­manna sem vill komast í raun­veru­legt frí.“

Hægt að velja sér hest til að svara

Hér að neðan er hægt að sjá mynd­band um gerð aug­lýsingarinnar og svo hér á sér­stökum vef er hægt að kynna sér verk­efnið betur og velja hest til að skrifa fyrir sig tölvupóst.

Öskruðu í íslenskri náttúru

Ekki er um að ræða fyrstu nýstárlegu herferðina sem Íslandsstofa fer í en í miðjum kórónuveirufaraldri bauð Íslandsstofa fólki að öskra út í náttúru Íslands.

Upp­á­tækið var til þess gert að vekja at­hygli til­vonandi ferða­manna á að öruggt væri að ferðast til Ís­lands þar sem hægt sé að njóta fal­legri náttúru í fá­menni.