Hersis Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sagði sig úr bankaráði Landsbankans til þess að sinna ráðgjafarstörfum fyrir Seðlabanka Íslands. Þetta staðfesti Hersir í samtali við Markaðinn en hann gat ekki tjáð sig nánar um þau verkefni sem hann mun taka að sér fyrir Seðlabankann.

Landsbankinn tilkynnti í gær um úrsögn Hersis og var gefinn upp sú ástæða að Hersir hefði ákveðið að taka að sér verkefni sem hann taldi ekki fara saman við setu í bankaráði. Hersir var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans í apríl 2016 og hefur meðal annars verið formaður áhættunefndar bankaráðs.

Hersir starfaði með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra þegar Ásgeir var dósent og síðar forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Snemma árs 2017 gáfu þeir saman út bók um eftirleik íslenska bankahrunsins.

Áður hefur Hersir starfað sem framkvæmdastjóri Straums sjóða, forstjóri Saga Capital og sérfræðingur á sviði áhættustýringar og eigin viðskipta hjá Kaupþingi. Þá var hann ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum á árunum 2013-2015.