Markaðurinn

Herdís Fjeldsted kemur inn í stjórn Arion banka

Herdís Fjeldsted Fréttablaðið/Valli

Herdís Dröfn Fjeldsted, fráfarandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur verið tilnefnd af Kaupskilum, dótturfélagi Kaupþings, sem nýr stjórnarmaður í Arion banka. Herdís tekur sæti í stjórninni á aðalfundi bankans á morgun, fimmtudag, en á sama tíma fara þær Kirstín Flygenring og Þóra Hallgrímsdóttir úr stjórn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Kirstín hefur verið fulltrúi Bankasýslunnar í stjórninni en ríkið seldi sem kunnugt er 13 prósenta hlut sinn í Arion banka í lok síðasta mánaðar. Stjórnarmönnum bankans fækkar við þessar breytingar úr átta í sjö.

Herdís, sem er viðskiptafræðingur að mennt, hefur verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins frá 2014 en mun núna láta af því starfi þar sem eiginlegri starfsemi sjóðsins er lokið. Þá er hún stjórnarformaður Icelandic Group og hefur á undanförnum árum meðal annars einnig setið í stjórnum VÍS, Invent Farma, Promens og Icelandair Group.

Þrír nýir stjórnarmenn hafa komið inn í stjórn bankans á síðustu tólf mánuðum. Steinunn Kristín Þórðardóttir, sem starfaði áður hjá Beringer Finance í Noregi, tók sæti í stjórninni 30. nóvember og þá var Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, kjörinn í stjórn á aðalfundi í mars í fyrra. Steinunn er tilnefnd af Attestor Capital, sem á 12,44 prósenta hlut í Arion banka, en hinir sex stjórnarmenn bankans eru allir tilnefndir af Kaupskilum, sem eiga tæplega 56 prósenta hlut.

Í lok síðasta mánaðar keyptu 24 íslenskir verðbréfasjóðir ásamt tveimur núverandi erlendum hluthöfum, Attestor og Goldman Sachs, samanlagt 5,4 prósenta hlut í Arion banka. Í kjölfarið var ákveðið að greiða hluthöfum bankans 25 milljarða króna í arð, að frádregnum kaupum á eigin bréfum sem námu 17,1 milljarði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Markaðurinn

Áhrif yfirtökutilboðs ekki neikvæð

Dómsmál

Skeifu­bruna­máli Pennans vísað frá í Hæsta­rétti

Dómsmál

Kári lagði Stapa fyrir Hæsta­rétti og fær 24 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Guðmundur nýr forstjóri HB Granda

Innlent

Rann­veig skipuð að­stoðar­seðla­banka­stjóri

Markaðurinn

Aðalhagfræðingurinn vildi hækka vextina

Tækni

For­stjórinn hættir vegna sam­bands við starfs­mann

Innlent

Ávöxtun lífeyrissjóðanna batnaði verulega

Innlent

Gæti leitt til hærra verðlags

Auglýsing