Hagnaður Bílabúðar Benna meira en helmingaðist á milli ára. Hann nam 101 milljón á síðasta ári samanborið við 213 milljónir árið 2016. 

Sala bílaumboðsins á vöru og þjónustu dróst saman um tæp 5 prósent á milli áranna, eða úr 5.039 milljónum í 4.780 milljónir. Yfir sama tímabil drógust rekstrargjöld saman um 5,7 prósent.

Eigið fé félagsins var í árslok 1.893 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi. Bíla­búð Benna er að öllu leyti í eigu Bene­dikts Eyj­ólfs­son­ar og Mar­grét­ar Betu Gunn­ars­dótt­ur. 

Hagnaður bílaumboðsins Heklu á síðasta ári  nam 140 milljónum króna og helmingaðist einnig á milli ára. BL hagnaðist hins vegar um 1,4 milljarða króna, um sex prósent minna en árið á undan.

Frétt Fréttablaðsins: Hagnaður Heklu helmingaðist
Frétt Fréttablaðsins: BL hagnast um 1,4 milljarða