Norska fé­lagið He­litrans AS hefur keypt allt hluta­fé í Þyrlu­þjónustunni ehf. sem á bæði Helo og Reykja­vík Helicopters. Seljandi er Nar­ro ehf. en kaup­verðið hefur ekki verið opin­berað.

He­litrans AS var stofnað árið 1990 og er eitt stærsta þyrlu­fyrir­tæki á Norður­löndum. Fé­lagið rekur 26 þyrlur á 15 mis­munandi stöðum í Noregi og rekur jafn­framt flug- og þyrlu­skóla í Sví­þjóð. Aðal­skrif­stofur fé­lagsins eru stað­settar á Vær­nes flug­vellinum í Þránd­heimi.

”He­litrans hefur góða þekkingu á ís­lenska markaðnum eftir gott samtarf undan­farin ár við Þyrlu­þjónustuna. Ég sé líka mikil vaxta­tæki­færi á ís­lenska þyrlu­markaðnum þar sem Ís­land er vin­sæll á­fanga­staður fyrir ferða­menn. Margir hafa sett Ís­land á ”bucket listann” sinn enda býður Ís­land upp á stór­feng­lega náttúru. Ég er jafn­framt spenntur fyrir því að geta boðið ís­lenskum fyrir­tækjum upp á verk­flug enda eru okkar flug­menn með mikla reynslu af því að fljúga með þungan farm og í lagningu á raf­strengjum í Noregi,” segir Ole Christian Melhus, for­stjóri He­litrans AS.

Fjölvar Darri Rafns­son, stjórnar­for­maður Þyrlu­þjónustunnar, segir kaup He­litrans á fyrir­tækinu vera stórt skref inn í fram­tíðina fyrir bæði starfs­fólk og við­skipta­vini. “Helo og Reykja­vík Helicopters eru þekkt vöru­merki á Ís­landi og ætlar He­litrans að efla starf­semina þeirra enn frekar. Síðustu árin hafa verið spennandi en jafn­framt krefjandi í rekstri og er ég þakk­látur okkar frá­bæra starfs­fólki og við­skipta­vinum.”