Heldur dregur úr hækkunum milli mánaða, en síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,4 prósent og um 15,5 prósent síðustu sex mánuði.

Mikill munur er milli sérbýlis og fjölbýlis. Fjölbýli hækkar um 0,5 prósent milli mánaða en sérbýli um heil 3,7 prósent .

Sérbýli hækkar því hömlulaust á sama tíma og mjög virðist draga úr hækkunum í fjölbýli, Þó verður að hafa í huga að mun færri sérbýli en fjölbýli eru undir og sveiflur í verðþróun sérbýlis eru mun meiri en í fjölbýli.

Frétt hefur verið uppfærð.