Matvælaframleiðandinn Kraft Heinz hyggst flytja framleiðslu á tómatsósu, majonesi og ýmsum tegundum salatdressingar frá Hollandi til bresku borgarinnar Wigan. Framleiðslan var færð frá Wigan til Hollands fyrir um tveimur áratugum, en fer nú til baka til Bretlands í kjölfari 140 milljón punda fjárfestingu Kraft Heinz í verksmiðjunni í Wigan. ITV greinir frá.

Um er að ræða stærstu fjárfestingu Kraft Heinz í verksmiðju utan Bandaríkjanna síðastliðin 20 ár.

Talið er að um 50 störf munu skapast vegna þessa. Í umfjöllun Daily Mail um málið segir að fjárfesting Kraft Heinz sýni mikla trú á hagkerfi Bretlands, en meirihluti framleiðslu Heinz í Bretlandi er talinn munu enda á breskum markaði.

Forsvarsmenn stéttarfélaga og stjórnmálamenn í Bretlandi hafa fagnað ákvörðuninni. Breski íhaldsflokkurinn hefur á undanförnum árum styrkt mjög stöðu sína í norðurhluta Englands.

Wigan er staðsett í norðvesturhluta Englands, skammt frá Manchester.