Pálm­i Jóns­son, fram­kvæmd­a­stjór­i Heim­kaups, seg­ir að Heimkaup sé að fylgja því regluverki sem er í gildi um áfengissölu. Það er danska fyrirtækið Heimkaup ApS sem selur áfengið en Heimkaup (Wedo ehf) dreifir vörunni.

Greint var frá því í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 í gær að for­mað­ur For­eldr­a­sam­tak­a gegn á­feng­is­aug­lýs­ing­um hafi lagt inn kæru gegn versl­un­inn­i til lög­regl­u í kjöl­far þess að sal­an hófst. Pálm­i seg­ir að hann hafi sjálf­ur ekki séð kær­un­a og geti því lít­ið tjáð sig um hana.

„Við erum ein­fald­leg­a að fylgj­a því regl­u­verk sem í gild­i er en það er sjálf­sagð­ur rétt­ur fólks að hafa aðra skoð­un á hvað sé rétt og hvað ekki. Höf­um því í raun engu þar að bæta við,» seg­ir hann í svar­i til Frétt­a­blaðs­ins um mál­ið.

Í takt við væntingar

Pálmi segir að sal­an á á­feng­i í gær hafi ver­ið í takt við þeirr­a vænt­ing­ar en í gær hófst á­feng­is­sal­a hjá versl­un­inn­i með heim­sendingu.

„Við erum á­nægð með við­brögð okk­ar við­skipt­a­vin­a,“ seg­ir Pálm­i en hann seg­ir að þau trygg­i að á­feng­ið sé kom­ið til við­tak­and­a ekki síð­ar en tveim­ur klukk­u­stund­um eft­ir að það er pant­að hjá þeim.

„Við af­hend­um á­feng­ið frá klukk­an átta á morgn­an­a til klukk­an átta á kvöld­in.“