Innlent

Heimatilbúin gjöld bjagi samkeppni

Kostnaður vegna launa, launatengdra gjalda og opinberra gjalda norskrar útgerðar er 17 prósentstigum minni en hjá íslenskri útgerð.

Noregur er ein af samkeppnisþjóðum Íslands í sjávarútvegi. Fréttablaðið/Vilhelm

Heimatilbúin gjöld gera íslenskum sjávarútvegi mun erfiðara fyrir en samkeppnisþjóðum eins og Noregi á alþjóðlegum markaði.

Þetta kemur fram í pistli sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa birt á heimasíðu sinni. Samtökin bera saman þau gjöld sem íslenskar og norskar útgerðir þurfa að greiða. 

Um 26,5 prósent af aflaverðmæti hjá norskum togara fer í laun samkvæmt greiningu SFS. Hlutfallið er örlítið lægra hjá íslensku útgerðinni, eða 25,2 prósent. 

„Þetta segir þó alls ekki alla söguna, því hjá íslensku útgerðinni bætast við launatengd gjöld og annar kostnaður vegna starfsmanna, alls 10,2% af aflaverðmæti. Viðbótarkostnaðurinn vegna þessa í Noregi nemur einungis 2,2%,“ segir í pistlinum. 

Samanlagður kostnaður vegna starfsmanna sé því rúmlega 35 prósent af aflaverðmæti íslenska togarans, en tæp 29 prósent hjá þeim norska. 

Við útgjöld norska bætist 0,04 prósent hafnargjald og opinber gjöld upp á 5 prósent. Samanlagður kostnaður vegna launa, launatengdra gjalda og opinberra gjalda norskrar útgerðar vegna einnar veiðiferðar á ísfisktogara er því tæp 34 prósent af aflaverðmæti.

„Hjá íslensku útgerðinni á ýmislegt eftir að bætast við. Veiðigjaldið ber þar hæst, alls 11,9% af aflaverðmæti, kolefnisgjald 1,5% og hafnargjald 1,4%. Samtals gera þetta rúm 50% af aflaverðmæti. Það munar því tæpum 17 prósentustigum á uppgjöri togaranna, þeim norska í hag,“ segir í pistlinum. 

Baráttan nógu hörð fyrir

Auk þess eigi eftir að greiða annan rekstrarkostnað eins og olíukostnað, og við það bætast afborganir á lánum og fjárfestingar. 

„Það ætti þó að vera hægt að gera þá sanngjörnu kröfu að samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs sé ekki skert með heimatilbúnum hindrunum. Barátta á markaði er alveg nógu hörð fyrir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Auglýsing

Nýjast

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Auglýsing