Heima­síða ís­lenska flug­fé­lagsins Play er komin í loftið. Miða­sala er þó ekki hafin en á nýju síðunni segir að hún muni hefjast innan skamms.

Þá er hægt að skrá sig í sér­stakan flug­miða­leik flug­fé­lagsins. Fram kemur að þúsund flug­miðar séu í boði og hægt er að skrá sig til að vita hve­nær sala hefst.

Á síðunni er jafn­framt tekið fram að flug­vélar flug­fé­lagsins séu af gerðinni Ari­bus A320 og A321 líkt og fram kom á fyrsta blaða­manna­fundi fé­lagsins. Á síðunni er sagt að flotinn muni stækka hratt næstu árin.