Heildarvirði tölvuleikjafyrirtækisins Klang Games, sem Guðmundur Hallgrímsson betur þekktur sem Mundi Vondi fer fyrir, var 120 milljónir dollara, jafnvirði 15,5 milljarðar króna, í ágúst árið 2019. Hann telur að virðið sé orðið meira því tölvuleikurinn SEED sé kominn lengra á veg. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Á meðal helstu fjárfesta Klang Games er Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og LEGO Ventures.

Heilarvirði merkir að virði hlutafjár og skulda er lagt saman.

Árið 2015 fékk Klang Games 85 milljón króna fjármögnun frá London Venture Partners og segir Viðskiptablaðið að heildarvirðið það ár hafi verið tæplegur einn milljarður króna.

Starfsmenn Klang Games eru nú um 60 samanborið við 40 í fyrra. Fyrirtækið er staðsett í Berlin í Þýskalandi.