Árs- og sam­fé­lags­skýrsla ÁTVR fyrir árið 2020 er nú komin út en for­stjóri ÁTVR, Ívar J. Arn­dal, greinir frá því í for­mála skýrslunnar að reksturinn hafi verið ó­venju­legur árið 2020. Heildar­velta ÁTVR var 50 milljarðar árið 2020, langt um­fram á­ætlun, og hefur aldrei í sögu ÁTVR verið jafn há.

„Í upp­hafi ársins var ekkert sem gaf til kynna að eitt­hvað ó­venju­legt væri á seyði en þegar líða fór á veturinn komu ugg­væn­leg tíðindi frá Kína. Skömmu síðar var veirufar­aldurinn alls­ráðandi,“ segir Ívar en hann lýsir því hvernig á­lagði í Vín­búðunum hafi aukist sam­hliða heims­far­aldri CO­VID-19.

Að sögn Ívars var á­lagið mest í dreifingar­mið­stöðinni þar sem rúm­lega 22 milljónir lítra fara fara þar vana­lega í gegn á hverju ári. Þrátt fyrir sam­komu­tak­markanir og sótt­varna­reglur jókst af­kasta­getan og árið 2020 fóru rúm­lega 26 milljónir lítra þar í gegn.

Aukning á sölu áfengis en samdráttur á sölu neftóbaks

Alls komu 5,5 milljónir við­skipta­vina til ÁTVR árið 2020 og keyptu þar 26,8 milljónir lítra af á­fengi sem seldust fyrir 38,4 milljarða króna. Þannig jókst á­fengis­sala um 18,29 prósent á árinu. Stærsti dagurinn var 30. desember þar sem 43.767 við­skipta­vinir keyptu 286.189 lítra yfir daginn og fór salan þá yfir hálfan milljarð.

Hvað tóbak varðar var selt fyrir 12,5 milljarða á árinu en ÁTVR inn­heimtir tóbaks­gjald, sem nam tæp­lega 5,97 milljörðum króna og hækkaði um 284 milljónir frá árinu 2019. Á meðan að sala vind­linga jókst um 8,6 prósent var 44,8 prósent sam­dráttur á sölu nef­tóbaks.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast á vef ÁTVR.

Hlutfall viðskiptavina eftir dögum.
Fjöldi viðskiptavina á stærstu dögum ársins.