Innlent

Hagnaður Strætó dregst saman á milli ára

Korthöfum og ferðum hefur fjölgað. Almennt virðist viðhorf til Strætó vera jákvæðara samkvæmt könnunum.

Fargjaldatekjur Strætó jukust á milli ára. Fréttablaðið/Ernir

Rekstrarafgangur Strætó árið 2017 nam 10,4 milljónum króna samanborið við 179,7 milljónir árið 2016 og dregst hann því saman á milli ára.

Ársuppgjör Strætó var birt í dag og kemur þar fram að heildartekjur hafi numið rúmum 7,7 milljörðum króna og rekstrargjöld tæplega 7,2 milljörðum. Rekstrarafgangur án afskrifta, einskiptiskostnaðar og vaxtatekna nam því 555,4 milljónum króna og er það talsvert meira en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.

Einskiptiskostnaður er tilkominn vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð og greiðslu vegna dómsmála. Í áætlun ársins var gert ráð fyrir samtals 121 milljón kr. vegna þessa en niðurstaðan var 377 milljónir, þar af eru 254 milljónir vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð og um 123 milljónir króna dómsmála.

Korthöfum og ferðum fjölgar

Fram kemur að fargjaldatekjur hafi aukist um 69 milljónir króna milli ára, eða 3,8 prósent. Heildarfargjaldatekjur voru tæpir 1,9 milljarðar króna og er vægi þeirra af heildarrekstrarkostnaði 33,5 prósent, án einskiptiskostnaðar.

Í tilkynningu segir að fjöldi korthafa hafi verið um 14.800 á árinu, samanborið við 12.300 árið 2015. Fjölgunina má rekja til nýrra árskorta fyrir ungmenni, aldraða og áskriftarmöguleika í Strætóappinu. Fjöldi ferða var 11,7 milljónir samkvæmt farþegatalningu og er það aukning upp á eina milljón frá 2015.

Þá kemur fram að samkvæmt könnun Gallup séu viðhorf til Strætó almennt jákvæðari. Í könnun árið 2017 sögðust 54 prósent aðspurðra jákvæðir gagnvart Strætó en árið 2015 var hlutfallið 39 prósent. Keyptir hafa verið samtals fjórtán vagnar árin 2016 til 2017. Töluverðar tafir hafa orðið á í afhendingu þeirra en gert er ráð fyrir að fyrstu fjóri vagnarnir komi hingað til lands í þessum mánuði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Innlent

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Innlent

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Auglýsing

Nýjast

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Rétt­lætis­mál að af­nema banka­skattinn

Auglýsing