Lang­tíma­at­vinnu­leysi eykst mikið á milli ára enda var heildar­at­vinnu­leysi hátt í 13% um síðustu mánaða­mót. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sam­kvæmt Vinnu­mála­stofnun hafa um og yfir 100 manns á mánuði full­nýt bóta­réttinn síðustu sex mánuði síðasta árs utan októ­ber þegar þeir voru rúm­lega 70.

Um 30% fleiri óskuðu eftir fjár­hags­að­stoð frá Reykja­víkur­borg milli ára vegna at­vinnu­leysis. Allt að 100 kláruðu at­vinnu­leysis­bóta­réttinn sinn mánaðar­lega hjá Vinnu­mála­stofnun undan­farna mánuði.

Samtals misstu 915 manns bótaréttinn á síasta ári og segir Vinnumálastofnun að fólk sem missti vinnuna fyrir COVID eigi erfiðarar með að fá vinnu vegna ástandsins og því sé það líklegri til að kára bótaréttinn. Það tekur síðan tvö ár að vinna sér inn fullan bótarétt að nýju. Af þeim sem misstu bótaréttinn leituðu flestir í fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.

Bæði sveitar­fé­lögin og verka­lýðs­hreyfingin hafa kallað eftir því að at­vinnu­leysis­tímabilið sé lengt. Fólk á núna rétt á sam­felldum at­vinnu­leysis­bótum í tvö og hálft ár.

Mishá fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Fjár­hags­að­stoð sveitar­fé­laganna er einnig mis­há en í Reykja­vík er hún 100 þúsund krónum lægri en fullar at­vinnu­leysis­bætur eða 207 þúsund krónur á mánuði.

„Við erum að fara yfir þessi mál bæði innan ráðuneytisins í samstarfi við Vinnumálastofnun og líka í samtali við sveitarfélögin, Samband sveitarfélaga. Við reiknum með því að kynna einhverjar aðgerðir já, en það er líka mikilvægt að horfa til þess hvernig er hægt að koma því í virkni. Við erum að skoða með hvaða hætti gripið verður þarna inn í með aðgerðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra í samtali við RÚV.