Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn til Kauphallarinnar í morgun.

Ursus átti ríflega 27 milljónir hluta í Sýn, eða 10,12 prósent.

Á mbl.is segir að Heiðar hafi sent samstarfsfólki sínu tilkynningu í morgun og greint frá því að hann hafi fyrr á þessu ári orðið fyrir heilsubresti og í kjölfarið verið ráðlagt að minnka við sig vinnu.

Viðskiptin fóru fram á genginu 64, sem er 9,4 prósentum hærra gengi en lokagengið var síðastliðinn föstudag.

Kaupandi bréfanna er Gavia Invest, sem hefur samtals keypt tæplega 15 prósent hlut í Sýn, samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef Kauphallarinnar í morgun

Fréttin hefur verið uppfærð.