Markaðurinn

Heiðar kaupir fyrir 99 milljónir í Sýn

Stjórnarformaður Sýnar hefur bætt við sig hátt í 1,5 milljónum hluta í félaginu á genginu 67,63 krónur á hlut.

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Sýnar Gunnar V. Andrésson / GVA

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Sýnar, hefur bætt við sig hlutum í félaginu fyrir jafnvirði 98,9 milljónir króna, daginn eftir að félagið birti uppgjör fyrir fyrsta fjórðung ársins.

Í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Ursus, fjárfestingafélag Heiðars, hafi keypt 1.462.334 hluti í Sýn á genginu 67,63 krónur á hlut. Eftir viðskiptin á Ursus tæplega 20,4 milljónir hluta í félaginu eða sem jafngildir nærri 6,9 prósenta eignarhlut. Er hluturinn metinn á um 1.370 milljónir króna samkvæmt núverandi gengi hlutabréfa í Sýn.

Ursus er fimmti stærsti hluthafi félagsins.

Hlutabréf Sýnar hafa lækkað um 2,3 prósent í verði í um 215 milljóna króna viðskiptum í dag. Hagnaður félagsins á fyrsta fjórðungi ársins nam 56 milljónum króna og dróst saman um 72 prósent á milli ára. Leiðrétt fyrir einskiptisliðum vegna kaupanna á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla var hagnaður tímabilsins 150 milljónir króna sem er 33 prósenta lækkun frá sama tímabili í fyrra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Björgólfur að baki málsókn á hendur Glitni Holdco

Innlent

Hyggjast bylta aðgengi að námsefni

Innlent

Flytja seinna að heiman en í nágrannalöndum

Auglýsing

Nýjast

Nær öll félög í Kauphöllinni lækka

Lækkanir á asískum hluta­bréfa­mörkuðum

Risa­keðjan Sears óskar eftir greiðslu­stöðvun

Nýtt félag kaupir allar ferða­skrif­stofur Primera

Vilja fá fleiri konur til liðs við Völku

Skoða Twitternjósnir

Auglýsing