Innlent

Hefja veitingu brúarlána

Fjártæknifyrirtækið Framtíðin hefur veitingu brúarlána.

Valgerður Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Framtíðarinnar.

Fjártæknifyrirtækið Framtíðin hefur hafið veitingu brúarlána, sem nýtast í aðstæðum þar sem fest eru kaup á nýju húsnæði áður en eldra húsnæði er selt. Brúarlán er tímabundið húsnæðislán með veði í eldra húsnæði og gagnast sem útborgun við kaup á nýrri eign. 

Í tilkynningu segir að lánin séu veitt til þriggja mánaða, með möguleika á framlengingu til allt að tólf mánaða. Það greiðist að fullu til baka um leið og eldri eignin er seld með fjármagninu sem fast var í gömlu eigninni.

„Stundum þarf að bregðast hratt við þegar draumaeignin kemur skyndilega á sölu. Með brúarláni fær kaupandinn forskot á aðra sem eru að bjóða í sömu eign, því sá sem er með brúarlán getur boðið háa útborgun strax á meðan sá sem ætlar að selja sína eign fyrst býður litla útborgun, en meira síðar þegar eignin er seld. Þetta getur ráðið úrslitum um það hvort tilboð er samþykkt eða ekki. Þá þarf kaupandinn heldur ekki að að stökkva á fyrsta tilboðið sem hann fær í gömlu eignina til að klára kaupin á nýju eigninni,“ segir Valgerður Halldórsdóttir, sem tók við sem framkvæmdastjóri Framtíðarinnar á dögunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing