Innlent

Hefja upp­byggingu hótels á Ís­lands­bankareit

Ís­lands­hótel munu í sumar hefja upp­byggingu fjögurra stjörnu hótels við Ís­lands­bankareit við Lækjar­götu. Um er að ræða 125 her­bergja hótel auk veitinga­staðar.

Tölvuteikning af fyrirhuguðu hóteli á Íslandsbankareitnum við Lækjargötu. Íslandshótel

Íslandshótel munu á næstunni hefja uppbyggingu á fjögurra stjörnu hóteli við Lækjargötu á reitnum þar sem hús Íslandsbanka stóð um árabil. 

Um er að ræða 125 herbergja hótel auk veitingastaðar. Ólafur D. Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, undirritaði samning við TVT um byggingarstjórn á reitnum. 

Áætlað er að framkvæmdir við uppsteypu hefjist í sumar og að framkvæmdunum verði lokið um mitt ár 2020.

„Fullt tillit hefur verið tekið til staðsetningar og umhverfis í öllu ferlinu. Þess má geta að fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld en talið var í fyrstu að eingöngu væri að finna þarna minjar frá 18. og 19. öld.

Gestir hótelsins munu því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur en Íslandshótel hefur um langt skeið átt í góðu samstarfi við Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn tengt öðrum hótelum innan keðjunnar,“ segir í tilkynningu frá Íslandshótelum sem eiga og reka 18 hótel og fasteignir víða um land.

Guðmundur K. Kjartansson og Ólafur Sæmundsson frá TVT ehf. Á milli þeirra er Ólafur D. Torfason stjórnarformaður Íslandshótela hf. Íslandshótel
Hús Íslandsbanka var rifið niður í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hagnaður Ís­lands­hótela dróst saman um 57 prósent

Innlent

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Innlent

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Auglýsing

Nýjast

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Félag Svanhildar hagnaðist um 464 milljónir

Þarf kraftaverk til að afkomuspá Sýnar rætist

Launa­kostnaður gæti meira en tvö­faldast

Attestor selur og Eaton Vance kaupir í Arion

Auglýsing