Innlent

Hefja hval­veiðar í lækninga­skyni

Hvalur hf ætlar að hefja hvalveiðar á ný, eftir tveggja ára hlé. Veiðar hefjast í júní.

Veiðarnar hefjast 10. júní næstkomandi.

Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný, eftir tveggja ára hlé. Um verður að ræða rannsóknir á möguleikum þess að nýta langreyðarkjöt í járnríkt fæðubótarefni fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi, auk þess sem gelatín úr beinum og hvalspiki verður nýtt til lækninga og í matvæli.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hvalur hf. hætti hvalveiðum árið 2016 vegna erfiðleika í útflutningi afurða til Japans en hefur á þeim tíma kannað möguleika á að vinna aðrar afurðir. 

Rannsóknirnar eru gerðar í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og haft er eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals, að verið sé að skoða samvinnu við Háskóla Íslands um hvernig vinna megi gelatín úr beinum og hvalspiki. Þá bendir Kristján á að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) að járnskortur hrjái um 30 prósent mannkyns eða um tvo milljarða manna í heiminum, einkum í þróunarlöndunum.

Félagið hefur leyfi til þess að veiða 161 langreyði í sumar auk þess sem það má nota hluta af ónýttum kvóta síðasta árs, eða um 20 prósent.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing