Innlent

Hefja hval­veiðar í lækninga­skyni

Hvalur hf ætlar að hefja hvalveiðar á ný, eftir tveggja ára hlé. Veiðar hefjast í júní.

Veiðarnar hefjast 10. júní næstkomandi.

Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný, eftir tveggja ára hlé. Um verður að ræða rannsóknir á möguleikum þess að nýta langreyðarkjöt í járnríkt fæðubótarefni fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi, auk þess sem gelatín úr beinum og hvalspiki verður nýtt til lækninga og í matvæli.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hvalur hf. hætti hvalveiðum árið 2016 vegna erfiðleika í útflutningi afurða til Japans en hefur á þeim tíma kannað möguleika á að vinna aðrar afurðir. 

Rannsóknirnar eru gerðar í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og haft er eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals, að verið sé að skoða samvinnu við Háskóla Íslands um hvernig vinna megi gelatín úr beinum og hvalspiki. Þá bendir Kristján á að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) að járnskortur hrjái um 30 prósent mannkyns eða um tvo milljarða manna í heiminum, einkum í þróunarlöndunum.

Félagið hefur leyfi til þess að veiða 161 langreyði í sumar auk þess sem það má nota hluta af ónýttum kvóta síðasta árs, eða um 20 prósent.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing