Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu ríkisins og Lárus L. Blön­dal stjórnar­for­maður Banka­sýslu ríkisins sátu fyrir svörum hjá fjár­laga­nefnd Al­þingis í morgun.

Þing­menn fjár­laga­nefndar beindu flestum spurningum sínum að minni fjár­festum og hvers vegna þeim var leyft að kaupa á genginu 117 krónum en Jón Gunnar sagðist sann­færður um að hefði hlutur ríkisins verið seldur á hæsta mögu­lega verði hefðu færri keypt og megin­til­gangurinn um að ná sem hæsta verði fyrir hlut ríkisins ekki náðst.

„Ein­hverjir hafa sagt að þeir hafi verið til­búnir að kaupa á genginu 122 krónum. Ég held að út­boðið hefði verið mun lægra hefðum við selt á 122 krónum. Það verður alltaf að hugsa um verð og magn í sam­hengi. Eins og við höfum bent á verður að passa það að út­boðið of­geri ekki markaðinum og hefur nei­kvæð þróun á hluta­bréfa­verð í bankanum sjálfum og það tókst þrátt fyrir að við öfluðum 50 milljarða króna,“ sagði Jón Gunnar.

„Það hefði haft skelfi­legar af­leiðingar í för með sér hefðum við hækkað verðið vegna þess að þá hefði stór hluti til­boðs­gjafa getað dottið út. Hefði það spurst út þá hefðu aðrir dregið í land og út­boðið hefði mis­heppnast. Við held ég teygðum okkur eins langt og við gátum.“

„Við leitum alltaf að markaðs­verði en markaðs­verð þarf ekki endi­lega að vera hæsta verð. Það getur vel verið að ein­hver boðið hæsta verð en hann er mjög skuld­settur og skamm­tíma­fjár­festir opg svo fram­vegis. Þetta er allt mat sem við og okkar sölu­ráð­gjafar þurfum að ráðast í,“ bætti hann við.

Mikilvægt að hafa skammtímafjárfesta

Bankasýslan og söluráðgjafar sáu um mat á því hvort fjárfestar voru taldir kvikir eða ekki og sagði Jón Gunnar það alltaf huglægt mat. Þar kæmi inn reynsla, viðskiptasaga og svo mat söluráðgjafa sem þekkja sína viðskiptavini.

„En við verðum alltaf að hafa þessa fjárfesta í bland við lang­tíma­fjár­festa til þess að markaðs­verð myndist á markaði en það er skýrt í á­kvörðun ráð­herra að þegar það kemur að skerðingu á að skerða skamm­tíma­fjár­festa meira en lang­tíma­fjár­festa,“ sagði Jón Gunnar.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar.
Fréttablaðið/Anton Brink

Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, þingmaður Vinstri grænna og for­maður fjárlaganefndarinnar, tók fram að henni hugnaðist ekki að fara aftur í út­boð með til­boðs­fyrir­komu­lagi og var Jón Gunnar ó­sam­mála því.

„Varðandi full­yrðinguna um að við eigum ekki að ráðast í til­boðs­fyrir­komu­lag þá verð ég að vera ó­sam­mála vegna þess að með þessari skoðun sem hefur átt sér stað núna þá væntan­lega eykst þekking al­mennings og allra sem koma að fram­kvæmd sölu­með­ferðar. Hún hefur aukist gríðar­lega vegna skoðunar eftir á sem er bara hjálp­legt. Ég bendi líka á að þetta er al­gengasta sölu­með­ferðin við að selja eignar­hluti í fé­lögum í Evrópu og að lokum vil ég benda á að aðrar að­ferðir hafa sýnt sig að þær ná ekki mark­miði um hæsta verð,“ sagði Jón Gunnar og bætti við að þar á hann við þegar selt er á fullu markaðs­verði.

Hann benti síðan á að frávik í tilboðsfyrirkomulaginu hafi verið mun minni en þekkist erlendis og vísaði í minnis­blaði Banka­sýslunnar sem var birt á vef Al­þingis í gær.

Ljósmynd/skjáskot

Tveir fjárfestar taldir of kvikir

Í minnis­blaðinu kom einnig fram að það hafi komið Banka­sýslunni að ó­vart hversu mörg lág til­boð höfðu borist. Þá kom einnig fram að tveim hæfum fjár­festum hefðu verið meinað að kaupa í út­boðinu.

Krist­rún Frosta­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, spurði um hvort þessi aðilar væru eitt­hvað kvikari en aðrir inn­lendir aðilar sem fengu að kaupa og hversu kvikir fjár­festar máttu vera?

„Sá listi sem var birtur var birtur yfir öll til­boð sem komu á 117 kr. Í upp­hafi voru upp­lýsingar um að 400 aðilar hefðu keypt en það er útaf því að margir aðilar sendu á­skriftir sínar gegnum marga sölu­aðila og það þurfti að þétta bókina og sam­eina allar pantanir frá hverjum kaupanda,“ sagði Jón Gunnar.

„Á endanum eru 209 sem eru til­búnir að kaupa og það eru tveir fjár­festar sem eru sam­kvæmt ráð­leggingum okkar sem voru sem kallast á ensku Proprietary Desk hja Kviku og Lands­bankanum,“ sagði Jón Gunnar en hér hann við um veltubækur hjá bönkunum tveimur.

„Þannig þið hafnið þessum aðilum því þeir eru að fara taka snúning?“ spurði Krist­rún.

„For­sendan er sú að út­boð með þessum hætti er ekki beint að slíkum aðilum,“ sagði Jón Gunnar en það var STJ advis­ors, fjár­mála­ráð­gjafi Banka­sýslunnar, sem á­kvað að hafna þessum fjárfestum.

Krist­rún spurði jafn­framt hvort Banka­sýslunni hafi tekist að tryggja jafn­ræði meðal til­boðs­gjafa og sagði Jón Gunnar svo vera en það sé hins vegar aukaatriði.

„Ég held að við höfum tryggt jafn­ræði,“ sagði Jón Gunnar og bætti við að for­gangs­megin­reglan um hag­kvæmni trompi jafnræði meðal kaupenda en for­gangs­megin­reglan í ferlinu er að um að sækja sem hæsta verð fyrir hlut ríkisins.

Lárus L. Blöndal stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Gríðar­lega á­nægðir með þá verð­þróun sem varð á markaði“

Haraldur Bene­dikts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, spurði hvort verð­þróun í Kaup­höllinni eftir út­boðið hefði komið Banka­sýslunni á ó­vart. „Þrátt fyrir mikið magn og fjölgun hlut­hafa að gengi bréfanna skildi halda á­fram að standa í stað og hækka?“

„Þetta kemur inn á þetta stóra mál. Á endanum þurfum við að fara var­lega í það ýta sölu­verðinu á hvern hlut ekki of hátt vegna þess þá geta fallið frá margar pantanir og þá kemur órói í mögu­lega kaup­enda og út­boðið getur ein­fald­lega hrunið,“ sagði Jón Gunnar.

„Það er svo mikil­vægt í þessum út­boðum að við megum ekki verð­leggja út­boðið þannig að þróun á eftir­markaði verði nei­kvæð. Það er eins og að skjóta sig í fótinn. Við eigum þegar 42% hlut, ís­lenskur al­menningur á þegar stóran hlut í bankanum og það hefði verið af­skap­lega ó­á­byrgt að teygja okkur lengra og selja stærri hlut á hærra verði sem kannski hefði leitt til þess að margir skamm­tíma­fjár­festar eða skuld­settir fjár­festir hefðu þurft að selja hlut sinn í Ís­lands­banka til að fjár­magna nýja stöðu­töku,“ sagði Jón Gunnar.

„Við erum gríðar­lega á­nægðir með þá verð­þróun sem varð á markaði,“ bætti hann við þar sem Banka­sýslan vildi ekki raska róinni á hluta­bréfum Ís­lands­banka. „Það tókst.“

Jón Gunnar bætti við að markaðs­hreyfingar í tengslum við fram­kvæmdina hefðu hjálpað út­boðinu en á upp­haf­lega stóð til að selja 15% hlut á 5 til 7 prósent frá­viki á mánu­dags­morgni.

„Við á­kváðum svoa að fara út með um 20% hlut í út­boðið á 20% hlut og er enda­niður­staðan er að við seljum 22,5% hlut sem er 12,5% meira en við sögðumst ætla gera rúmum fjórum klukku­tímum áður og enda niður­staðan er á 4,1% frá­viki og náum í 52 milljarða fyrir ríkis­sjóð.“

Jón Gunnar og Lárus á leið á fundinn í morgun.
Fréttablaðið/Anton Brink