Áður hefur Heba starfað hjá Glamour og Alvogen á Íslandi. Síðast var Heba markaðsstjóri og meðstofnandi Mynto, sem er íslensk verslanamiðstöð á netinu þar sem um 120 íslenskar verslanir selja vörur sínar. Heba annaðist greiningar á kauphegðun viðskiptavina, vinnslu markaðsefnis og samskipti við auglýsingastofur hjá Mynto. Hún er með BSc í viðskiptafræði og meistaragráðu í vörumerkjastjórnun frá CBS í Danmörku.

Magnús hóf störf hjá Myndformi árið 2010 og gegndi þar stöðu hönnuðar og klippara allt til ársins 2021. Annaðist Magnús meðal annars framleiðslu sjónvarpsauglýsinga. Hann lauk diplómanámi frá Margmiðlunarskóla Tækniskólans árið 2010.

Hér & Nú á sér langa sögu á íslenskum auglýsingamarkaði og hefur verið starfandi frá vormánuðum 1990. Hjá Hér & nú starfa nú um 30 starfsmenn, bæði í höfuðstöðvunum í Bankastrætinu og útibúi fyrirtækisins í Brighton á Englandi.