Stærst­u ol­í­u­fyr­ir­tæk­i heims hafa gef­ið út ít­ar­leg­ar á­ætl­an­ir um að­gerð­ir til að drag­a úr út­blæstr­i kol­tví­sýr­ings. Mörg­um þykj­a þær þó gang­a skammt og hafa bar­átt­u­sam­tök í um­hverf­is­mál­um á­samt að­gerð­a­sinn­uð­um fjár­fest­um freist­að þess að fá fyr­ir­tæk­in til að gríp­a til um­fangs­meir­i að­gerð­a til að stemm­a stig­u við lofts­lags­breyt­ing­um.

Fyrr í vikunni tap­að­i ol­í­u­ris­inn Shell dóms­mál­i í Holl­and­i og var dæmd­ur til að drag­a úr út­blæstr­i um 45 prós­ent mið­að við árið 2019 fyr­ir árið 2030, í sam­ræm­i við skil­yrð­i Par­ís­ar­sam­kom­u­lags­ins um að­gerð­ir til að stemm­a stig­u við hlýn­un jarð­ar.

Þett­a er í fyrst­a sinn sem fyr­ir­tæk­i er dæmt til að upp­fyll­a skil­yrð­i sam­kom­u­lags­ins. Þrátt fyr­ir að dóm­ur­inn taki ein­ung­is til Holl­ands er mög­u­legt að með hon­um sé skap­að for­dæm­i fyr­ir dóm­stól­a víða um heim.

Bar­átt­u­fólk fyr­ir að­gerð­um í lofts­lags­mál­um fagn­ar nið­ur­stöð­u dóm­stóls í Holl­and­i í gær.
Fréttablaðið/Getty

Það er ekki að­eins sótt að ol­í­u­fyr­ir­tækj­um í dóms­sal. Að­gerð­ar­sinn­að­ir fjár­fest­ar, sem ó­sátt­ir eru við hæg­a­gang hjá ol­í­u­fyr­ir­tækj­um í bar­átt­unn­i gegn lofts­lags­vánn­i, hef­ur tek­ist að koma tveim­ur stjórn­ar­mönn­um í stjórn band­a­rísk­a ol­í­ur­is­ans Exxon - þvert á vilj­a stjórn­end­a fyr­ir­tæk­is­ins. Vog­un­ar­sjóð­ur­inn Engin­e 1 hef­ur síð­an í desember háð harð­a bar­átt­u fyr­ir því að setj­a lofts­lags­breyt­ing­ar á odd­inn hjá fyr­ir­tæk­in­u. Sjóð­ur­inn hef­ur full­yrt að það að ein­blín­a um of á jarð­efn­a­elds­neyt­i stefni fram­tíð Exxon í voða.

Olí­u­hreins­i­stöð í Þýsk­a­land­i.
Fréttablaðið/EPA

„Þett­a eru tím­a­mót fyr­ir Exxon og iðn­að­inn, sem mun hrað­a breyt­ing­um inn­an hans. Ekkert nær at­hygl­i stjórn­end­a og mög­u­leik­inn á því að þeir miss­i starf­ið,“ seg­ir Andrew Log­an hjá fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­in­u Cer­es við Fin­anc­i­al Tim­es.

Exxon hef­ur und­an­far­ið átt í erf­ið­leik­um vegn­a fjár­fest­ing­a sem ekki hafa skil­að arði, til að mynd­a í ol­í­u­sönd­um Kan­ad­a. Meng­un sem fylg­ir ol­í­u­vinnsl­u úr þeim er afar mik­il og hver ol­í­u­tunn­a sem unn­in er úr þeim er dýr. Olí­u­verð lækk­að­i mik­ið þeg­ar COVID-19 far­ald­ur­inn hófst sem dró mjög úr tekj­um ol­í­u­fyr­ir­tækj­a. Olí­u­verð er þó orð­ið svip­að hátt og var áður en far­ald­ur­inn skall á.

Syncr­u­de Aur­or­a ol­í­us­ands­nám­an, norð­ur af Fort McMurr­a­y í Kan­ad­a.
Mynd/Flickr

Nýir tím­ar

Fjár­fest­ar í band­a­rísk­a ol­í­ur­is­an­um Chevr­on sam­þykkt­u fyr­ir skömm­u að fyr­ir­tæk­ið sett­i strang­ar regl­ur um út­blást­ur, þvert á vilj­a stjórn­end­a fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­kvæmt um­fjöll­un Fin­anc­i­al Tim­es er þett­a til marks um að press­an á ol­í­u­fyr­ir­tæk­in um að gríp­a til harð­ar­i að­gerð­a gegn lofts­lags­breyt­ing­um, bæði út frá um­hverf­is­sjón­ar­mið­um og vegn­a á­hrif­a þess á rekst­ur fyr­ir­tækj­ann­a að fjár­fest­a ekki í öðr­um ork­u­lausn­um en jarð­efn­a­elds­neyt­i.

Bens­ín­stöð Chevr­on í Los Angel­es.
Fréttablaðið/EPA

„Þett­a er til marks um nýja tíma hvað varð­ar hlut­verk stór­fyr­ir­tækj­a í lofts­lags­mál­um og nýja tíma í stjórn­un fyr­ir­tækj­a,“ seg­ir Erik Gor­don, próf­ess­or í við­skipt­a­fræð­i við Há­skól­ann í Mich­ig­an, í sam­tal­i við New York Tim­es.

Fyrr í mánuðinum gaf Al­þjóð­a­ork­u­mál­a­stofn­un­in út skýrsl­u með að­gerð­a­á­ætl­un til að hindr­a að hit­a­stig jarð­ar­inn­ar hækk­i hætt­u­leg­a mik­ið. Þar kom fram að til þess að ná út­blást­urs­mark­mið­um þyrft­u ol­í­u­fyr­ir­tæk­i að hætt­a olíu- og gas­leit á þess­u ári. Nýt­ing nýrr­a olíu- eða gas­lind­a eft­ir árs­lok mynd­i gera það að verk­um að ekki væri hægt að stöðv­a hrað­a hlýn­un jarð­ar.